Í október árið 2020 kusu Sílemenn um hvort þingið ætti að teikna upp nýja stjórnarskrá til þess að skipta út stjórnarskránni sem var sett í gildi þegar herstjórn Augusto Pinochet var við völd.
Nýr forseti landsins, vinstrimaðurinn Gabriel Boric, var síðan kjörinn forseti landsins í desember á síðasta ári. Hann er stuðningsmaður stjórnarskrárinnar sem kosið var um en eftir að henni var hafnað hefur hann sagst ætla að reyna aftur.
Meðal þess sem hefði verið breytt í nýju stjórnarskránni var að réttindi innfæddra yrðu meiri, hlutverki fjölda stofnanna yrði breytt og réttur kvenna til þungunarrofs yrði staðfestur. Þá vildi Boric setja í lög að helmingur opinberra starfa yrði mannaður af konum.
Skylda var fyrir íbúa landsins að kjósa í kosningunum og samkvæmt BBC gæti það hafa orðið forsetanum að falli. Þeir sem höfðu ekki miklar skoðanir á nýju stjórnarskránni hafi mögulega kosið gegn henni til að vonast eftir því að í næstu drögum yrði eitthvað meira að þeirra skapi.