Barnvæn bylting Bóas Hallgrímsson skrifar 6. september 2022 13:00 Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Á nokkurra ára fresti hafa leikskólamál tilhneigingu til þess að leita upp á yfirborðið, í auknum mæli, í samfélagslegri orðræðu og kosningar eru þá oft á næsta leyti. Fjölmargt fólk, í framboði, hefur í hyggju að láta til sín taka í samfélagsmálum stíga þá fram og lýsa yfir skoðunum sínum á menntamálum. Frambjóðendur virðast nefnilega hneigjast ríkulega til þess að ræða brúarsmíði til þess að brúa hina djúpu og breiðu gjá sem myndast á milli fæðingaroflofs foreldra og dagvistunar barna – eðlilega. Það er ekki hægt um vik fyrir alla foreldra að reiða sig á aðstandendur, vini og vandamenn til þess að brúa bilið. Hér þarf að gera betur. Brúin byggir nefnilega sig ekki sjálf á meðan verið er að ræða hönnun og útfærslu. Það má setja á sig ýmiskonar gleraugu til þess að horfa á brúarsmíðina; uppeldisfræðilegar linsur, þroskasálfræðilegar, með áherslu tekjumöguleika og atvinnulíf, jafnrétti, rétt þeirra sem minna fjármagn hafa á milli handanna til þess að eiga börn, einstakra foreldra, einstæðra foreldra og svo mætti lengi telja. Hlutverk leikskóla er, eins og Haraldur Freyr bendir á í grein sinni, að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barna og þroska. Þetta er hið skilgreinda þjónustuhlutverk leikskóla. Til þess að vel megi til takast þá er brýnt að saman fari stefna og aðgerðir. Það er erfitt að ætla leikskólum landsins taka við fleiri börnum og yngri börnum þegar brösuglega gengur að manna starfsstaðina, þegar að málaflokkurinn hefur ekki sama aðgang að fjármagni og eðlilegt væri. Sé það sannarlega stefnan á Íslandi að börn frá 12 mánaða aldri hafi aðgang að gæða menntun, uppeldi og umönnun þá verður að taka mið af því þegar fjármunum er útlutað til málaflokksins. En eins mætti skoða þá útfærslu sem aðrir hafa talað fyrir, að í stað þess að leikskólar landsins taki við börnum frá 12 mánaða aldri verði þeim fjármunum sem í það ætti að ráðstafa frekar deilt til þeirra foreldra sem vilja lengja sitt fæðingaroflof. Það er nefnilega ekki sanngjarnt að útdeila 12 mánuðum í fæðingarorlof þegar engin stendur brúin við lok þess tímabils. En í þeirri umræðu fara á loft viðvörunarflögg, verði farið á þá vegferð að fjölga mánuðum í fæðingarorlofi verða það þá aðrir en feður sem taka þá mánuði sem aukreitis verða? Það sem gladdi okkur hjá Samtökum sjálfstætt starfandi skóla var það að sjá Harald drepa á því að hugsanlega væru það hagsmunir annara hópa en þeirra sem kjarnastarfið á leikskólum snýst um. Nefnilega börnin. Sæunn Kjartansdóttir hefur skrifað um fyrstu árin í lífi barns og hefur bent á að á meðan við, íslenska þjóðin, bjóðum barnafjölskyldum ekki upp á 24 mánaða fæðingarorlof þá verðum við að girða okkur í brók og horfast í augu við það að það kemur til með kosta samfélagið umtalsverðar fjárhæðir að vera sannarlega lausnamiðuð í framkvæmd. Við þurfum að bjóða betri kjör fyrir það fólk sem kýs að sinna börnunum okkar, við þurfum að bjóða yngstu börnunum upp á þjónustu sem tekur mið af aldri og þroska og við verðum að setja það í algeran forgrunn að endurhugsa leikskólastarf með þarfir yngstu „nemendanna“ í huga. Það er ekki sanngjarnt að það liggi alfarið á herðum sveitarfélagana að finna úrlausn á leikskólavistun, það þarf að horfa heildrænt á vandamálið sem við okkur blasir. Leikskólar landsins hafa lengi verið við þenslumörk, leikskólastigið vex úr hlutfalli hratt og brösuglega hefur gengið að fjölga leikskólakennurum og öðru fagfólki í takt við þensluna. Samstarf ríkis og sveitarfélaga þarf að vera sterkara hvað leikskóla varðar. Sveitarfélögin keppast við að bjóða leikskólaþjónustu hvað mesta og besta, en samtalið þarf að vera stærra og allir aðilar að samtalinu þurfa að sýna fram á meðvitund um stærð og umfang. Aðilar að samtali þurfa að vera úr röðum leikskólakennara, fagfólks í skólamálum, frá sveitarfélögum, frá mennta og barnamálaráðuneytinu og barnafjölskyldum. Samtalið þarf að vera gagnsætt og skýrt og markmiðin kjörnuð – hvað er það sem við viljum sjá breytast? Við þurfum nýja sýn, við þurfum barnvæna byltingu og við þurfum að vinna að henni í sameiningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og varamaður í stjórn Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Bóas Hallgrímsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Á nokkurra ára fresti hafa leikskólamál tilhneigingu til þess að leita upp á yfirborðið, í auknum mæli, í samfélagslegri orðræðu og kosningar eru þá oft á næsta leyti. Fjölmargt fólk, í framboði, hefur í hyggju að láta til sín taka í samfélagsmálum stíga þá fram og lýsa yfir skoðunum sínum á menntamálum. Frambjóðendur virðast nefnilega hneigjast ríkulega til þess að ræða brúarsmíði til þess að brúa hina djúpu og breiðu gjá sem myndast á milli fæðingaroflofs foreldra og dagvistunar barna – eðlilega. Það er ekki hægt um vik fyrir alla foreldra að reiða sig á aðstandendur, vini og vandamenn til þess að brúa bilið. Hér þarf að gera betur. Brúin byggir nefnilega sig ekki sjálf á meðan verið er að ræða hönnun og útfærslu. Það má setja á sig ýmiskonar gleraugu til þess að horfa á brúarsmíðina; uppeldisfræðilegar linsur, þroskasálfræðilegar, með áherslu tekjumöguleika og atvinnulíf, jafnrétti, rétt þeirra sem minna fjármagn hafa á milli handanna til þess að eiga börn, einstakra foreldra, einstæðra foreldra og svo mætti lengi telja. Hlutverk leikskóla er, eins og Haraldur Freyr bendir á í grein sinni, að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barna og þroska. Þetta er hið skilgreinda þjónustuhlutverk leikskóla. Til þess að vel megi til takast þá er brýnt að saman fari stefna og aðgerðir. Það er erfitt að ætla leikskólum landsins taka við fleiri börnum og yngri börnum þegar brösuglega gengur að manna starfsstaðina, þegar að málaflokkurinn hefur ekki sama aðgang að fjármagni og eðlilegt væri. Sé það sannarlega stefnan á Íslandi að börn frá 12 mánaða aldri hafi aðgang að gæða menntun, uppeldi og umönnun þá verður að taka mið af því þegar fjármunum er útlutað til málaflokksins. En eins mætti skoða þá útfærslu sem aðrir hafa talað fyrir, að í stað þess að leikskólar landsins taki við börnum frá 12 mánaða aldri verði þeim fjármunum sem í það ætti að ráðstafa frekar deilt til þeirra foreldra sem vilja lengja sitt fæðingaroflof. Það er nefnilega ekki sanngjarnt að útdeila 12 mánuðum í fæðingarorlof þegar engin stendur brúin við lok þess tímabils. En í þeirri umræðu fara á loft viðvörunarflögg, verði farið á þá vegferð að fjölga mánuðum í fæðingarorlofi verða það þá aðrir en feður sem taka þá mánuði sem aukreitis verða? Það sem gladdi okkur hjá Samtökum sjálfstætt starfandi skóla var það að sjá Harald drepa á því að hugsanlega væru það hagsmunir annara hópa en þeirra sem kjarnastarfið á leikskólum snýst um. Nefnilega börnin. Sæunn Kjartansdóttir hefur skrifað um fyrstu árin í lífi barns og hefur bent á að á meðan við, íslenska þjóðin, bjóðum barnafjölskyldum ekki upp á 24 mánaða fæðingarorlof þá verðum við að girða okkur í brók og horfast í augu við það að það kemur til með kosta samfélagið umtalsverðar fjárhæðir að vera sannarlega lausnamiðuð í framkvæmd. Við þurfum að bjóða betri kjör fyrir það fólk sem kýs að sinna börnunum okkar, við þurfum að bjóða yngstu börnunum upp á þjónustu sem tekur mið af aldri og þroska og við verðum að setja það í algeran forgrunn að endurhugsa leikskólastarf með þarfir yngstu „nemendanna“ í huga. Það er ekki sanngjarnt að það liggi alfarið á herðum sveitarfélagana að finna úrlausn á leikskólavistun, það þarf að horfa heildrænt á vandamálið sem við okkur blasir. Leikskólar landsins hafa lengi verið við þenslumörk, leikskólastigið vex úr hlutfalli hratt og brösuglega hefur gengið að fjölga leikskólakennurum og öðru fagfólki í takt við þensluna. Samstarf ríkis og sveitarfélaga þarf að vera sterkara hvað leikskóla varðar. Sveitarfélögin keppast við að bjóða leikskólaþjónustu hvað mesta og besta, en samtalið þarf að vera stærra og allir aðilar að samtalinu þurfa að sýna fram á meðvitund um stærð og umfang. Aðilar að samtali þurfa að vera úr röðum leikskólakennara, fagfólks í skólamálum, frá sveitarfélögum, frá mennta og barnamálaráðuneytinu og barnafjölskyldum. Samtalið þarf að vera gagnsætt og skýrt og markmiðin kjörnuð – hvað er það sem við viljum sjá breytast? Við þurfum nýja sýn, við þurfum barnvæna byltingu og við þurfum að vinna að henni í sameiningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og varamaður í stjórn Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun