Á götunni eftir altjón í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 20:30 Erla Kristjánsdóttir missti allt sitt þegar félagsleg íbúð sem hún hefur leigt af Hafnarfjarðarbæ brann til kaldra kola. Hún gagnrýnir úrræðaleysi sveitarfélagsins í málinu en hún hafi ekki fengið neina aðstoð þaðan. Sárasti missirinn sé þó af kisunni Óliver sem hún telur að hefði mátt bjarga. Vísir/Sigurjón Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229 Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229
Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47