AA og Afstaða í fangelsum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 12. september 2022 14:32 Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun