Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 15:01 Arnór Atlason og Mikkel Hansen takast á í landsleik 2010. Nú er Arnór þjálfari Danans hjá Álaborg. Getty/Christof Koepsel Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur. Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur.
Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti