Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2022 11:53 Gunnar Helgason rithöfundur vonast til þess að sjá aðra rithöfunda og útgefendu á Fundi fólksins þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára ætla að segja fullorðnum hvað þau vilji lesa í raun og veru. Forlagið Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður. Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður.
Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00