Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:01 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti