Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 21:20 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það sem fram hafi komið um málið í fréttum stemmi ekki við hryðjuverk í Vestur-Evrópu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira