Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. september 2022 16:51 Framleiðsla á iPhone 14 verði færð til Indlands. Getty/Future Publishing Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira