Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 09:00 Rauða spjaldið fór á loft í Reykjanesbæ í gær þar sem ÍA færðist nær falli niður í Lengjudeildina. Stöð 2 Sport Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn. Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn.
Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira