Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2022 13:01 Það var mikil stemmning í kringum Stólanna síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira