Ólýsanleg sorg þegar foreldrar sáu börnin sín eftir árásina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 14:09 Ættingjar þeirra sem létust í árásinni söfnuðust saman í musteri í bænum Uthai Sawan þar sem þau fengu að sjá börnin. AP/Sakchai Lalit Fjölskyldur barnanna sem létust í skotárás á leikskóla í Taílandi í gær voru óhuggandi þegar þeir sáu kistur barna sinna í dag. Stjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherra Taílands, lögðu blóm að leikskólanum og konungshjónin munu heimsækja særða í dag. Af þeim 36 sem létust voru að minnsta kosti 24 börn. Fyrrverandi lögreglumaður á fertugsaldri myrti 36, bæði börn og starfsmenn, í leikskóla í norðausturhluta Taílands í gær en hann notaði bæði byssur og hnífa við árásina. Margir grétu hástöfum og einhverjir féllu í yfirlið við athöfnina í dag.AP/Sakchai Lalit Foreldrar öskruðu og grétu og sumir féllu í yfirlið þegar þeir fengu að sjá börnin sín eftir að kisturnar voru opnaðar við athöfn í musteri búddista í bænum í morgun. Einhver börn voru með stungusár á andliti, þar á meðal þriggja ára stúlka. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, var meðal þeirra sem lögðu blóm að dyrum leikskólans í dag og hitti foreldrana í kjölfarið. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar í landinu og skólabörn fóru með bænir fyrir hina látnu. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hitti fjölskyldur barnanna í dag. AP/Wason Wanichakorn Konungurinn Maha Vajiralongkorn og drottningin Suthida munu þá heimsækja spítalana þar sem sjö af hinum tíu sem særðust munu dvelja næstu daga. Þá verður minningarathöfn í almenningsgarði í höfuðborginni Bangkok í dag. Af þeim sem létust í árásinni voru að minnsta kosti 24 börn, að því er kemur fram í frétt AP, en árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir árásina eftir að hafa myrt konu sína og barn. Meðal yngstu fórnarlambanna var þriggja ára strákur sem var á hjóli við leikskólann. Að minnsta kosti 24 börn létust í árásinni. AP/Sakchai Lalit Börnin voru sofandi þegar árásin átti sér stað en vanalegast voru um sjötíu til áttatíu börn í skólanum. Þau hafi þó verið færri í gær þar sem önninni var lokið hjá eldri börnum auk þess sem mikil rigning á svæðinu kom í veg fyrir að skólarútan væri í notkun. Fullyrti starfsmaður leikskólans að fleiri hefðu látist undir venjulegum kringumstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þar í landi hafði hinn 34 ára Panya Kamrap verið rekinn fyrr á árinu vegna fíkniefnamáls og átti að mæta fyrir dóm í dag. Sonur hans hafði verið í leikskólanum en samkvæmt starfsmanni þar hafði hann ekki mætt í um mánuð. Árásarmaðurinn, hinn 34 ára Panya Kamrap, var fyrrverandi lögreglumaður. AP Frans páfi vottaði þeim virðingu sem höfðu orðið fyrir „ólýsanlegu ofbeldi“ og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri þjóðarleiðtogar fordæmdu árásina. Skotárásir eru ekki algengar í Taílandi. Nýlegasta dæmið um svo mannskæða árás er frá árinu 2020 þegar 21 manns létu lífið eftir skotárás hermanns í borginni Nakhon Ratchasima. Pope Francis sends a telegram offering his prayers for the victims of the unspeakable violence against innocent children following a massacre that killed at least 35 people at a daycare center in #Thailand pic.twitter.com/zAVIlyWXZm— Christopher White (@cwwhiteNCR) October 7, 2022 I m profoundly saddened by the heinous shooting at a childcare centre in Thailand.Learning centres should be spaces where children feel safe, never targeted.My condolences to the victims' loved ones & the people of Thailand.— António Guterres (@antonioguterres) October 6, 2022 I am shocked to hear of the horrific events in Thailand this morning. My thoughts are with all those affected and the first responders. The UK stands with the Thai people at this terrible time. https://t.co/c5MTGBuHw2— Liz Truss (@trussliz) October 6, 2022 We are deeply saddened by the senseless tragedy in Nong Bua Lam Phu Province, where a gunman took the lives of at least 38 people, including 24 children. Our hearts are with the people of Thailand, and we extend our deepest condolences to those who lost their loved ones.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) October 6, 2022 It s impossible to comprehend the heartbreak of this horrific news from Thailand. All Australians send their love and condolences.— Anthony Albanese (@AlboMP) October 6, 2022 UNICEF is saddened and shocked by the tragic shooting incident at an early childhood development centre in Thailand s northern province of NongBuaLamphu. UNICEF condemns all forms of violence against children. No child should be a target or witness of violence anywhere, anytime. pic.twitter.com/Vw41DxnZa5— (@UNICEF_Thailand) October 6, 2022 Taíland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður á fertugsaldri myrti 36, bæði börn og starfsmenn, í leikskóla í norðausturhluta Taílands í gær en hann notaði bæði byssur og hnífa við árásina. Margir grétu hástöfum og einhverjir féllu í yfirlið við athöfnina í dag.AP/Sakchai Lalit Foreldrar öskruðu og grétu og sumir féllu í yfirlið þegar þeir fengu að sjá börnin sín eftir að kisturnar voru opnaðar við athöfn í musteri búddista í bænum í morgun. Einhver börn voru með stungusár á andliti, þar á meðal þriggja ára stúlka. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, var meðal þeirra sem lögðu blóm að dyrum leikskólans í dag og hitti foreldrana í kjölfarið. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar í landinu og skólabörn fóru með bænir fyrir hina látnu. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hitti fjölskyldur barnanna í dag. AP/Wason Wanichakorn Konungurinn Maha Vajiralongkorn og drottningin Suthida munu þá heimsækja spítalana þar sem sjö af hinum tíu sem særðust munu dvelja næstu daga. Þá verður minningarathöfn í almenningsgarði í höfuðborginni Bangkok í dag. Af þeim sem létust í árásinni voru að minnsta kosti 24 börn, að því er kemur fram í frétt AP, en árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir árásina eftir að hafa myrt konu sína og barn. Meðal yngstu fórnarlambanna var þriggja ára strákur sem var á hjóli við leikskólann. Að minnsta kosti 24 börn létust í árásinni. AP/Sakchai Lalit Börnin voru sofandi þegar árásin átti sér stað en vanalegast voru um sjötíu til áttatíu börn í skólanum. Þau hafi þó verið færri í gær þar sem önninni var lokið hjá eldri börnum auk þess sem mikil rigning á svæðinu kom í veg fyrir að skólarútan væri í notkun. Fullyrti starfsmaður leikskólans að fleiri hefðu látist undir venjulegum kringumstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þar í landi hafði hinn 34 ára Panya Kamrap verið rekinn fyrr á árinu vegna fíkniefnamáls og átti að mæta fyrir dóm í dag. Sonur hans hafði verið í leikskólanum en samkvæmt starfsmanni þar hafði hann ekki mætt í um mánuð. Árásarmaðurinn, hinn 34 ára Panya Kamrap, var fyrrverandi lögreglumaður. AP Frans páfi vottaði þeim virðingu sem höfðu orðið fyrir „ólýsanlegu ofbeldi“ og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri þjóðarleiðtogar fordæmdu árásina. Skotárásir eru ekki algengar í Taílandi. Nýlegasta dæmið um svo mannskæða árás er frá árinu 2020 þegar 21 manns létu lífið eftir skotárás hermanns í borginni Nakhon Ratchasima. Pope Francis sends a telegram offering his prayers for the victims of the unspeakable violence against innocent children following a massacre that killed at least 35 people at a daycare center in #Thailand pic.twitter.com/zAVIlyWXZm— Christopher White (@cwwhiteNCR) October 7, 2022 I m profoundly saddened by the heinous shooting at a childcare centre in Thailand.Learning centres should be spaces where children feel safe, never targeted.My condolences to the victims' loved ones & the people of Thailand.— António Guterres (@antonioguterres) October 6, 2022 I am shocked to hear of the horrific events in Thailand this morning. My thoughts are with all those affected and the first responders. The UK stands with the Thai people at this terrible time. https://t.co/c5MTGBuHw2— Liz Truss (@trussliz) October 6, 2022 We are deeply saddened by the senseless tragedy in Nong Bua Lam Phu Province, where a gunman took the lives of at least 38 people, including 24 children. Our hearts are with the people of Thailand, and we extend our deepest condolences to those who lost their loved ones.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) October 6, 2022 It s impossible to comprehend the heartbreak of this horrific news from Thailand. All Australians send their love and condolences.— Anthony Albanese (@AlboMP) October 6, 2022 UNICEF is saddened and shocked by the tragic shooting incident at an early childhood development centre in Thailand s northern province of NongBuaLamphu. UNICEF condemns all forms of violence against children. No child should be a target or witness of violence anywhere, anytime. pic.twitter.com/Vw41DxnZa5— (@UNICEF_Thailand) October 6, 2022
Taíland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira