Hvert er eiginlega „pointið“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 11:31 Fréttamaður spreytti sig á lesfimiprófinu, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Krakkar í Grandaskóla segja prófið ágætlega skemmtilegt - en kvíðavaldandi. Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41