Giannis dró vagninn í sigri Bucks | Celtics enn með fullt hús Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 09:30 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 44 stig er Milwaukee Bucks vann tuttugu stiga sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 125-105. Þá vann lið Boston Celtics sex stiga sigur gegn Orlando Magic, 126-120, og liðið er því með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum tímabilsins. Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn