Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 17:10 Auðjöfurinn Elon Musk ætlar að kaupa Twitter og taka fyrirtækið af markaði. Getty/Muhammed Selim Korkutata Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn. Twitter Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn.
Twitter Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira