Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 07:42 Lee Jae-yong hefur í raun stýrt Samsung frá árinu 2014. EPA Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020. Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020.
Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01