Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag eftir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu þessa efnis. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Mikið hefur verið fjallað um eineltismál meðal grunnskólabarna í Hafnarfirði síðustu daga eftir að tólf ára stúlka og móðir hennar stigu fram og lýstu hrottalegu einelti sem stúlkan hafi þurft að þola af hendi samnemenda í hafnfirskum grunnskóla.
„Markmið átaksins verði að skapa vitundarvakningu í bænum hjá ungmennunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum bæjarbúum gagnvart ofbeldishegðun og einelti.
Að átakinu verði kallaðir sérfræðingar, skólayfirvöld, íþróttafélögin í bænum, æskulýðsfélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar, foreldrafélög grunnskólanna og Ungmennaráð Hafnarfjarðar og aðrir hlutaðeigandi aðilar. Nemendafélög skólanna verði virkir þátttakandur í átakinu,“ segir í tillögunni.