„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“ Kristín Valsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun