„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2022 22:06 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er harðorður í garð lögreglu og telur trúverðugleika embættis ríkislögreglustjóra engan á meðan Sigríður Björk gegnir því embætti. Byssusmiður segir föður hennar standa að ólöglegri byssueign- og sölu. vísir/samsett Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar
Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira