Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 11:35 Metangas er aðaluppistaðan í jarðgasi. Umframmetansgasi er oft brennt við olíu- og gasvinnslu en í mörgum tilfellum eru brennsluturnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42