Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2022 20:50 Skjáskot úr myndbandi öryggismyndavélar staðarins. Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. Myndböndin eru tvö, það fyrra sýnir ganginn fyrir utan VIP-herbergið svokallaða þar sem árásin átti sér stað. Þar má sjá mennina, sem voru 27 talsins, ganga niður stigann og fara inn í herbergið, hver á eftir öðrum. Allir eru þeir með grímur, lambhúshettur eða annað slíkt til að hylja andlit sitt. Í seinna myndbandinu má sjá úr innsta horni herbergisins. Þar sést þegar mennirnir sem ráðist var á eru á leið út úr herberginu en er ýtt aftur þar inn. Þeir reyna að berjast á móti en árásarmennirnir voru fljótir að yfirbuga þá, enda 27 á móti þremur. Þá byrja þeir að lemja mennina þrjá og sparka í þá. Einhverjir árásarmannanna voru vopnaðir hnífum en á myndbandinu er ekki ljóst hversu margir þeirra náðu að stinga fórnarlömbin. Undir lok myndbandsins má þó sjá þegar einn mannanna stingur fórnarlamb nokkrum sinnum í bakið á meðan hann liggur á bekk. Myndböndin sem eru í dreifingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rétt er að taka fram að þau eru alls ekki fyrir viðkvæma og því varað við myndbandinu. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Alls hafa þrjátíu verið handtekin við rannsókn málsins og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Enn er þriggja einstaklinga leitað. Dagana fyrir árásina höfðu meintir árásarmenn staðið í hótunum við fórnarlömbin á samfélagsmiðlum. Í dag fóru síðan í dreifingu skjáskot af skilaboðum um yfirvofandi hefndarárás sem var sögð eiga fara fram um helgina. Skilaboðin gáfu í skyn að félagar fórnarlambanna ætluðu að ráðast á dyraverði um alla miðborg Reykjavíkur en meintir árásarmenn eru taldir tengjast dyravarðafyrirtæki. Einn þeirra slösuðu var þó fljótur að gefa lítið fyrir þessi skilaboð og bað hann fólk um að hætta að dreifa þeim. Hann sagði þau augljósalega vera kjaftæði. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Myndböndin eru tvö, það fyrra sýnir ganginn fyrir utan VIP-herbergið svokallaða þar sem árásin átti sér stað. Þar má sjá mennina, sem voru 27 talsins, ganga niður stigann og fara inn í herbergið, hver á eftir öðrum. Allir eru þeir með grímur, lambhúshettur eða annað slíkt til að hylja andlit sitt. Í seinna myndbandinu má sjá úr innsta horni herbergisins. Þar sést þegar mennirnir sem ráðist var á eru á leið út úr herberginu en er ýtt aftur þar inn. Þeir reyna að berjast á móti en árásarmennirnir voru fljótir að yfirbuga þá, enda 27 á móti þremur. Þá byrja þeir að lemja mennina þrjá og sparka í þá. Einhverjir árásarmannanna voru vopnaðir hnífum en á myndbandinu er ekki ljóst hversu margir þeirra náðu að stinga fórnarlömbin. Undir lok myndbandsins má þó sjá þegar einn mannanna stingur fórnarlamb nokkrum sinnum í bakið á meðan hann liggur á bekk. Myndböndin sem eru í dreifingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rétt er að taka fram að þau eru alls ekki fyrir viðkvæma og því varað við myndbandinu. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Alls hafa þrjátíu verið handtekin við rannsókn málsins og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Enn er þriggja einstaklinga leitað. Dagana fyrir árásina höfðu meintir árásarmenn staðið í hótunum við fórnarlömbin á samfélagsmiðlum. Í dag fóru síðan í dreifingu skjáskot af skilaboðum um yfirvofandi hefndarárás sem var sögð eiga fara fram um helgina. Skilaboðin gáfu í skyn að félagar fórnarlambanna ætluðu að ráðast á dyraverði um alla miðborg Reykjavíkur en meintir árásarmenn eru taldir tengjast dyravarðafyrirtæki. Einn þeirra slösuðu var þó fljótur að gefa lítið fyrir þessi skilaboð og bað hann fólk um að hætta að dreifa þeim. Hann sagði þau augljósalega vera kjaftæði.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44
Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22
Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51