Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 15:29 Viðskiptavinur ákvað að rifta samningi þrettán mánuði eftir að tilboð fyrirtækisins var samþykkt. Þá var enn ekkert að frétta. Getty Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal
Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira