Þetta kemur fram í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um svokallaðan Bandorm, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.
Vísir greindi frá því í október að Endurvinnslan hafi lagt til að skilagjaldið yrði hækkað um tvær krónur. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni.
„Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ sagði í umsögn Endurvinnslunnar á Bandorminum.