Jólakraftaverk í Brooklyn: Unnið átta í röð og lögðu toppliðið örugglega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 14:01 Kyrie Irving og Kevin Durant eru í jólaskapi. Dustin Satloff/Getty Images Fyrr á leiktíðinni virtist sem allt væri á leiðinni í bál og brand hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta. Nú leikur hins vegar allt í lyndi og liðið virðist til alls líklegt. Það er aldrei skortur á dramatík og sögulínum í kringum Kevin Durant og Kyrie Irving. Þegar tímabil Nets virtist einfaldlega á leiðinni í ruslið sneru þeir saman bökum og rifu liðið upp. Í nótt vann liðið frábæran 18 stiga sigur á Milwaukee Bucks, toppliði Austurdeildar. Lokatölur 118-100 þökk sé frábærri liðsframmistöðu. Durant var stigahæstur með 24 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Nic Claxton með 19 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Kyrie skoraði svo 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Kyrie no-look lob pic.twitter.com/OymFDwKWpo— NBA TV (@NBATV) December 24, 2022 Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig en hann tók einnig 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Gott gengi Denver Nuggets, toppliðs Vesturdeildar, hélt áfram en liðið vann Portland Trail Blazers með 13 stiga mun, lokatölur 120-107. Denver nú unnið þrjá leiki í röð. Nikola Jokić var að venju stigahæstur í liði Nuggets með 29 stig en hann gaf einnig 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Jamal Murray með 25 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Trail Blazers var Damian Lillard með 34 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Toyota Game Recap: Nuggets grab a home win and continue their winning streak! #MileHighBasketball pic.twitter.com/zCPlBmEQ3A— AltitudeTV (@AltitudeTV) December 24, 2022 Luka Dončić vann Houston Rockets með sex stiga mun í nótt, lokatölur 112-106. Luka skoraði 50 af 112 stigum Dallas Mavericks í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. 50 PTS8 REB10 AST3 STL6 3PMMavs WLuka passes Dirk for the second most 40+ point games in Mavs history. pic.twitter.com/SjBuhaXxj2— NBA (@NBA) December 24, 2022 Indiana Pacers vann mjög svo dramatískan þriggja stiga sigur á Miami Heat, 111-108. Tyrese Haliburton var hreint út sagt magnaður í liði Pacers með 43 stig en hann skoraði sigurkörfu leiksins. Goodness, Tyrese Haliburton.43 PTS (career-high)7 AST10 3PM (career-high, Pacers record)Game-winnerWhat a performance. pic.twitter.com/NEIgUPbUvD— NBA (@NBA) December 24, 2022 Það gengur hvorki né rekur hjá Anthony Davis-lausu Los Angeles Lakers en liðið tapaði fyrir hörmulegu liði Charlotte Hornets í nótt. Philadelphia 76ers vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Clippers með fimm stiga mun, lokatölur 119-114. 76ers geta þakkað James Harden og Joel Embiid sem buðu upp á sýningu í nótt. Harden skoraði 20 stig, gaf 21 stoðsendingu og tók 10 fráköst. Embiid skoraði 44 stig. 20 PTS11 REB21 AST (career-high)Sixers WJames Harden becomes only the 8th player in NBA history to record 70 triple-doubles. pic.twitter.com/VJRXmjrbW6— NBA (@NBA) December 24, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 133-113 San Antonio SpursPhiladelphia 76ers 119-114 LA Clippers New York Knicks 117-118 Chicago BullsBoston Celtics 121-109 Minnesota TimberwolvesAtlanta Hawks 130-105 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 107-118 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 125-128 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 111-125 Washington Wizards Phoenix Suns 100-125 Memphis Grizzlies Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/8gpuhVajIM— NBA (@NBA) December 24, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Það er aldrei skortur á dramatík og sögulínum í kringum Kevin Durant og Kyrie Irving. Þegar tímabil Nets virtist einfaldlega á leiðinni í ruslið sneru þeir saman bökum og rifu liðið upp. Í nótt vann liðið frábæran 18 stiga sigur á Milwaukee Bucks, toppliði Austurdeildar. Lokatölur 118-100 þökk sé frábærri liðsframmistöðu. Durant var stigahæstur með 24 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Nic Claxton með 19 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Kyrie skoraði svo 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Kyrie no-look lob pic.twitter.com/OymFDwKWpo— NBA TV (@NBATV) December 24, 2022 Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig en hann tók einnig 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Gott gengi Denver Nuggets, toppliðs Vesturdeildar, hélt áfram en liðið vann Portland Trail Blazers með 13 stiga mun, lokatölur 120-107. Denver nú unnið þrjá leiki í röð. Nikola Jokić var að venju stigahæstur í liði Nuggets með 29 stig en hann gaf einnig 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Jamal Murray með 25 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Trail Blazers var Damian Lillard með 34 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Toyota Game Recap: Nuggets grab a home win and continue their winning streak! #MileHighBasketball pic.twitter.com/zCPlBmEQ3A— AltitudeTV (@AltitudeTV) December 24, 2022 Luka Dončić vann Houston Rockets með sex stiga mun í nótt, lokatölur 112-106. Luka skoraði 50 af 112 stigum Dallas Mavericks í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. 50 PTS8 REB10 AST3 STL6 3PMMavs WLuka passes Dirk for the second most 40+ point games in Mavs history. pic.twitter.com/SjBuhaXxj2— NBA (@NBA) December 24, 2022 Indiana Pacers vann mjög svo dramatískan þriggja stiga sigur á Miami Heat, 111-108. Tyrese Haliburton var hreint út sagt magnaður í liði Pacers með 43 stig en hann skoraði sigurkörfu leiksins. Goodness, Tyrese Haliburton.43 PTS (career-high)7 AST10 3PM (career-high, Pacers record)Game-winnerWhat a performance. pic.twitter.com/NEIgUPbUvD— NBA (@NBA) December 24, 2022 Það gengur hvorki né rekur hjá Anthony Davis-lausu Los Angeles Lakers en liðið tapaði fyrir hörmulegu liði Charlotte Hornets í nótt. Philadelphia 76ers vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Clippers með fimm stiga mun, lokatölur 119-114. 76ers geta þakkað James Harden og Joel Embiid sem buðu upp á sýningu í nótt. Harden skoraði 20 stig, gaf 21 stoðsendingu og tók 10 fráköst. Embiid skoraði 44 stig. 20 PTS11 REB21 AST (career-high)Sixers WJames Harden becomes only the 8th player in NBA history to record 70 triple-doubles. pic.twitter.com/VJRXmjrbW6— NBA (@NBA) December 24, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 133-113 San Antonio SpursPhiladelphia 76ers 119-114 LA Clippers New York Knicks 117-118 Chicago BullsBoston Celtics 121-109 Minnesota TimberwolvesAtlanta Hawks 130-105 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 107-118 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 125-128 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 111-125 Washington Wizards Phoenix Suns 100-125 Memphis Grizzlies Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/8gpuhVajIM— NBA (@NBA) December 24, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira