Þótti eiginmaðurinn óþolandi í tíu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 07:44 Obama hefur verið á ferðalagi að kynna nýjustu bók sína. Getty/ABA/Derek White Michelle Obama þoldi ekki eiginmann sinn Barack í um það bil tíu ár, á meðan dætur þeirra voru ungar. Frá þessu greindi fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna í viðtali við Revolt TV í síðustu viku. Obama sagði barnauppeldið hafa tekið sinn toll af hjónabandinu, ekki síst vegna þess hversu álaginu af umönnun dætrana var misskipt. Bæði Michelle og Barack voru á framabraut þegar dæturnar fæddust en Michelle sat eftir heima með börnin á meðan stjarna Barack reis innan Demókrataflokksins. „Og í tíu ár, á sama tíma og við vorum að byggja starfsferil okkar og hafa áhyggjur af skólanum og hver er að gera hvað, þá var ég bara... ugh, þetta er ekki jafnt,“ sagði Michelle. „Og gettu hvað? Hjónaband er ekki 50/50, aldrei nokkurn tímann.“ Michelle sagði hlutfallið stundum 70/30, stundum 60/40, þegar kæmi að umönnun dætranna. En þrátt fyrir allt þá væru tíu erfið ár af þrjátíu ekki svo slæmt. Obama er nú að kynna bók sína The Light We Carry og hefur vakið athygli fyrir breytt útlit. Á meðan hún var forsetafrú klæddist hún jafnan vel sniðnum kjólum, gjarnan eftir unga og upprennandi hönnuði. Þá vakti hún athygli fyrir sterklega upphandleggi sína, sem hún var ófeimin við að sýna. Við kynningu bókarinnar hefur hún hins vegar klæðst meira ögrandi fatnaði, ef svo má að orði komast, og leyft sér að leika sér með hárið á sér. Nokkuð sem hún gerði aldrei í Hvíta húsinu, þar sem hún taldi bandarísku þjóðina ekki reiðubúna fyrir forsetafrú með hefðbundnar svartar hárgreiðslur. Hún hefur einnig tjáð sig um börnin sín... ja, eða börn almennt. „Litlir krakkar; þeir eru eins og hryðjuverkamenn. Þeir gera kröfur. Þeir tala ekki. Þeir eiga erfitt með tjáskipti. Þeir eru alltaf grátandi.“ Barack Obama Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf Sjá meira
Obama sagði barnauppeldið hafa tekið sinn toll af hjónabandinu, ekki síst vegna þess hversu álaginu af umönnun dætrana var misskipt. Bæði Michelle og Barack voru á framabraut þegar dæturnar fæddust en Michelle sat eftir heima með börnin á meðan stjarna Barack reis innan Demókrataflokksins. „Og í tíu ár, á sama tíma og við vorum að byggja starfsferil okkar og hafa áhyggjur af skólanum og hver er að gera hvað, þá var ég bara... ugh, þetta er ekki jafnt,“ sagði Michelle. „Og gettu hvað? Hjónaband er ekki 50/50, aldrei nokkurn tímann.“ Michelle sagði hlutfallið stundum 70/30, stundum 60/40, þegar kæmi að umönnun dætranna. En þrátt fyrir allt þá væru tíu erfið ár af þrjátíu ekki svo slæmt. Obama er nú að kynna bók sína The Light We Carry og hefur vakið athygli fyrir breytt útlit. Á meðan hún var forsetafrú klæddist hún jafnan vel sniðnum kjólum, gjarnan eftir unga og upprennandi hönnuði. Þá vakti hún athygli fyrir sterklega upphandleggi sína, sem hún var ófeimin við að sýna. Við kynningu bókarinnar hefur hún hins vegar klæðst meira ögrandi fatnaði, ef svo má að orði komast, og leyft sér að leika sér með hárið á sér. Nokkuð sem hún gerði aldrei í Hvíta húsinu, þar sem hún taldi bandarísku þjóðina ekki reiðubúna fyrir forsetafrú með hefðbundnar svartar hárgreiðslur. Hún hefur einnig tjáð sig um börnin sín... ja, eða börn almennt. „Litlir krakkar; þeir eru eins og hryðjuverkamenn. Þeir gera kröfur. Þeir tala ekki. Þeir eiga erfitt með tjáskipti. Þeir eru alltaf grátandi.“
Barack Obama Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf Sjá meira