LeBron sýndi og sannaði að aldur er afstæður | Geggjaður Giannis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 13:00 LeBron James naut sín í Atlanta í nótt. Kevin C. Cox/Getty Images LeBron James varð 38 ára gamall í gær. Hann fagnaði með stórkostlegum leik sem tryggði Los Angeles Lakers óvæntan sigur á Atlanta Hawks í einum af þeim fjölmörgu leikjum sem fram fóru í NBA deildinni í nótt. Lakers hefur átt einkar erfitt uppdráttar á tímabilinu og þar sem Anthony Davis er frá vegna meiðsla þar LeBron að spila nær óaðfinnanlega ætli liðið sér að vinna leiki. það er nákvæmlega það sem hann gerði í nótt. Atlanta byrjaði leikinn betur og leiddi með 10 stigum að loknum fyrsta leikhluta. Framan af öðrum leikhluta var ekkert sem benti til þess að Lakers myndi landa sigri en LeBron og félögum tókst að minnka muninn niður í fimm stig rétt áður en flautað var til hálfleiks. Eftir það var leikurinn eign LeBron, hann óð að körfunni aftur og aftur og aftur. Á endanum vann Lakers níu stiga sigur, lokatölur 121-130. LeBron James spilaði 40 mínútur í leiknum, mest allra hjá Lakers. Hann skoraði 47 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Næst stigahæstur var Thomas Bryant með 19 stig en hann tók einnig 17 fráköst. 47 PTS10 REB9 ASTLakers WLeBron showed out on his 38th birthday. pic.twitter.com/33lO5BnVpo— NBA (@NBA) December 31, 2022 Hjá Atlanta skoraði Trae Young 29 stig og gaf 8 stoðsendingar á meðan Dejounte Murray skoraði 20 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Giannis Antetokounmpo bauð líka upp á sannkallaðan stórleik í níu stiga sigri Milwaukee Bucks á Minnesota Timberwolves, 123-114. Giannis skoraði 43 stig, tók 20 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira og tekur 20 fráköst eða meira. Þar á eftir kom Bobby Portis með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Anthony Edwards 30 stig og tók 10 fráköst. 43 PTS20 REB5 ASTGiannis is the first player to drop back-to-back 40/20 games since 1982. pic.twitter.com/m1WT6xUjPu— NBA (@NBA) December 31, 2022 New Orleands Pelicans, topplið Vesturdeildar, vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 127-116. Það virðist litlu skipta hvort Brandon Ingram sé með eða ekki þegar CJ McCollum og Zion Williamson spila eins og þeir gerðu í nótt. McCollum skoraði 42 stig og Zion 36 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid með 37 stig á meðan James Harden skoraði 20 og gaf 10 stoðsendingar. 42 PTS4 REB5 AST11 3PM (franchise-record, career-high)CJ McCollum went OFF in the Pelicans win. pic.twitter.com/s09E7DdoQr— NBA (@NBA) December 31, 2022 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 124-119. Skoraði hann 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Kentavious Caldwell-Pope var hins vegar stigahæstur í liði Nuggets með 20 stig. Hjá Heat skoraði Tyler Herro mest eða 26 stig. CrunchTime reacts to the Joker's 84th career triple-double Watch live on the NBA App:https://t.co/HsnDfSqCoV pic.twitter.com/rLMKh8I0Rm— NBA (@NBA) December 31, 2022 Gott gengi Sacramento Kings heldur áfram en liðið vann Utah Jazz með minnsta mun, lokatölur 126-125. Kevin Huerter var stigahæstur hjá Kings með 30 stig, þar á eftir kom Domantas Sabonis með 28 stig og 11 fráköst á meðan De‘Aaron Fox skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Jazz skoraði Lauri Markkanen 36 stig og Jordan Clarkson 25 stig. 30 PTS 6 threes Game-winnerKevin Huerter showed out tonight in Sacramento. pic.twitter.com/nGIPXA70Zz— NBA (@NBA) December 31, 2022 Meistarar Golden State Warriors unnu Portland Trail Blazers þökk sé frábærum frammistöðum Jordan Poole og Klay Thompson, lokatölur 118-112. Poole skoraði 41 stig og Klay 31 stig. Hjá Portland var Damian Lillard stigahæstur með 34 stig. Jordan Poole in the Warriors W:41 PTS5 REB6 AST5 3PM pic.twitter.com/xAnHl0rKZ7— NBA (@NBA) December 31, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 100-119 Washington WizardsToronto Raptors 113-104 Phoenix SunsChicago Bulls 132-118 Detroit Pistons Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/KIZFnHd1Cl— NBA (@NBA) December 31, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Lakers hefur átt einkar erfitt uppdráttar á tímabilinu og þar sem Anthony Davis er frá vegna meiðsla þar LeBron að spila nær óaðfinnanlega ætli liðið sér að vinna leiki. það er nákvæmlega það sem hann gerði í nótt. Atlanta byrjaði leikinn betur og leiddi með 10 stigum að loknum fyrsta leikhluta. Framan af öðrum leikhluta var ekkert sem benti til þess að Lakers myndi landa sigri en LeBron og félögum tókst að minnka muninn niður í fimm stig rétt áður en flautað var til hálfleiks. Eftir það var leikurinn eign LeBron, hann óð að körfunni aftur og aftur og aftur. Á endanum vann Lakers níu stiga sigur, lokatölur 121-130. LeBron James spilaði 40 mínútur í leiknum, mest allra hjá Lakers. Hann skoraði 47 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Næst stigahæstur var Thomas Bryant með 19 stig en hann tók einnig 17 fráköst. 47 PTS10 REB9 ASTLakers WLeBron showed out on his 38th birthday. pic.twitter.com/33lO5BnVpo— NBA (@NBA) December 31, 2022 Hjá Atlanta skoraði Trae Young 29 stig og gaf 8 stoðsendingar á meðan Dejounte Murray skoraði 20 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Giannis Antetokounmpo bauð líka upp á sannkallaðan stórleik í níu stiga sigri Milwaukee Bucks á Minnesota Timberwolves, 123-114. Giannis skoraði 43 stig, tók 20 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira og tekur 20 fráköst eða meira. Þar á eftir kom Bobby Portis með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Anthony Edwards 30 stig og tók 10 fráköst. 43 PTS20 REB5 ASTGiannis is the first player to drop back-to-back 40/20 games since 1982. pic.twitter.com/m1WT6xUjPu— NBA (@NBA) December 31, 2022 New Orleands Pelicans, topplið Vesturdeildar, vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 127-116. Það virðist litlu skipta hvort Brandon Ingram sé með eða ekki þegar CJ McCollum og Zion Williamson spila eins og þeir gerðu í nótt. McCollum skoraði 42 stig og Zion 36 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid með 37 stig á meðan James Harden skoraði 20 og gaf 10 stoðsendingar. 42 PTS4 REB5 AST11 3PM (franchise-record, career-high)CJ McCollum went OFF in the Pelicans win. pic.twitter.com/s09E7DdoQr— NBA (@NBA) December 31, 2022 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 124-119. Skoraði hann 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Kentavious Caldwell-Pope var hins vegar stigahæstur í liði Nuggets með 20 stig. Hjá Heat skoraði Tyler Herro mest eða 26 stig. CrunchTime reacts to the Joker's 84th career triple-double Watch live on the NBA App:https://t.co/HsnDfSqCoV pic.twitter.com/rLMKh8I0Rm— NBA (@NBA) December 31, 2022 Gott gengi Sacramento Kings heldur áfram en liðið vann Utah Jazz með minnsta mun, lokatölur 126-125. Kevin Huerter var stigahæstur hjá Kings með 30 stig, þar á eftir kom Domantas Sabonis með 28 stig og 11 fráköst á meðan De‘Aaron Fox skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Jazz skoraði Lauri Markkanen 36 stig og Jordan Clarkson 25 stig. 30 PTS 6 threes Game-winnerKevin Huerter showed out tonight in Sacramento. pic.twitter.com/nGIPXA70Zz— NBA (@NBA) December 31, 2022 Meistarar Golden State Warriors unnu Portland Trail Blazers þökk sé frábærum frammistöðum Jordan Poole og Klay Thompson, lokatölur 118-112. Poole skoraði 41 stig og Klay 31 stig. Hjá Portland var Damian Lillard stigahæstur með 34 stig. Jordan Poole in the Warriors W:41 PTS5 REB6 AST5 3PM pic.twitter.com/xAnHl0rKZ7— NBA (@NBA) December 31, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 100-119 Washington WizardsToronto Raptors 113-104 Phoenix SunsChicago Bulls 132-118 Detroit Pistons Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/KIZFnHd1Cl— NBA (@NBA) December 31, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira