Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 10:30 Luka Doncic skoraði 51 stig þegar Dallas lagði San Antonio í nótt. Vísir/Getty Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116 NBA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116
NBA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira