Scott Stallings hefur keppt tvisvar áður á Mastersmótinu og besti árangur hans er 27. sæti sem hann náði á mótinu árið 2012.
Þá virtist boðskort hans á mótið fara rétta leið en ekki að þessu sinni.
Alnafni Scott Stallings á líka heima í Georgíufylki og það sem meira er að eiginkona hans heitir líka Jennifer.
Sá Scott Stallings sem fékk boðskortið á Mastersmótið er hins vegar fasteignasali að atvinnu og þótt hann spili golf þá er hann er ekki kylfingur í Mastersmóts klassa.
Þessi ótrúlega nafna- og eiginkonu tilviljun varð til þess að boðskortið endaði á röngum stað.
Kylfingurinn Scott Stallings sagði frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið að athuga með póstinn fimm sinnum á dag enda að bíða eftir boðskortinu.
Hann fékk þá skilaboð frá fasteignasalanum um að hann væri með boðskortið hans. Það má sjá þessi samskipti þeirra hér fyrir neðan.