KR greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að körfuknattleiksdeild KR og Dagur Kár hafi komist að samkomulagi um að hann fái að yfirgefa félagið og að KR og Stjarnan hafi náð saman um félagaskiptin.
Dagur Kár gekk í raðir KR í sumar eftir að hafa leikið með Ourense á Spáni á síðasta tímabili. Hann lék tíu leiki með KR í Subway-deildinni. Í þeim var hann með 18,0 stig, 2,4 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali.
Dagur Kár er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur einnig leikið með Grindavík, Flyers Wels í Austurríki og St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið sex A-landsleiki.
KR er á botni deildarinnar með einungis tvö stig. Stjarnan er í 8. sæti með tíu stig.