Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 08:40 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar í morgun þar sem farið er yfir helstu upplýsingar um farþegafjöldann árið 2022. Þar kemur fram að heildarfjöldi farþega í innanlands- og millilandaflugi hafi verið 233.500 í desember, samanborið við 168.500 í desember 2021. „Farþegar í millilandaflugi voru 214 þúsund samanborið við 149 þúsund í desember 2021. Farþegar til Íslands voru 79 þúsund og frá Íslandi um 50 þúsund. Tengifarþegar voru um 85 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 62,4%. Sætanýting í millilandaflugi var 73%, samanborið við 71% í desember 2021. Miklar raskanir vegna veðursfars og þá sérstaklega lokun Reykjanesbrautarinnar hafði umtalsverð áhrif á stundvísi, sætanýtingu og flugáætlunina í heild í mánuðinum. Farþegar í innanlandsflugi voru um 20 þúsund, samanborið við 19 þúsund farþega í desember 2021. Stundvísi var 81%, þrátt fyrir umtalsverðar raskanir vegna veðurs. Sætanýting var 73% samanborið við 70% nýtingu í desember 2021. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 13% samanborið við desember 2021. Fraktflutningar voru jafnmiklir og í desember 2021,“ segir í tilkynningunni. Vél Icelandair.vísir/vilhelm Hratt og örugglega Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar Covid faraldursins. „Við höfum jafnt og þétt fjölgað flugtengingum og aukið flugframboð og í desember var framboðið 91% af framboði ársins 2019. Eftir því sem áhrif faraldursins fóru dvínandi náði starfsfólk Icelandair að byggja starfsemina upp hratt og örugglega. Innanlandsflugið hefur náð sér vel á strik og leiguflugsstarfsemin einnig með verkefnum um allan heim. Leiguflugstarfsemin er mikilvægur þáttur í að minnka árstíðarsveiflu í rekstrinum og nýta bæði flugvélar og áhafnir þegar umsvif í leiðakerfinu eru minni. Stór áfangi náðist nú í lok árs í flugfraktinni þegar við tókum á móti Boeing 767 breiðþotu í fraktflotann. Þar erum við að setja aukna áherslu á að nýta Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð fyrir flugfrakt á milli heimsálfa, sambærilegt við það sem félagið hefur gert á árangursríkan hátt í farþegaflutningum um árabil. Þetta mun skapa ný og spennandi tækifæri fyrir inn- og útflutningsaðila á Íslandi. Við erum stolt af starfsfólki okkar og hvernig því tókst við mjög krefjandi aðstæður að tryggja að langflestir af þeim 24 þúsund farþegum okkar sem lentu í röskunum fyrir jólin komust á sinn áfangastað. Raskanir sem þessar hafa mikil áhrif á viðskiptavini okkar, upplifun ferðamanna af landi og þjóð og tengingar Íslands við umheiminn. Reykjanesbrautin er mjög mikilvæg lífæð fyrir Ísland og við leggjum því mikla áherslu á að stjórnvöld komi í veg fyrir að sambærilegar aðstæður skapist aftur,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar í morgun þar sem farið er yfir helstu upplýsingar um farþegafjöldann árið 2022. Þar kemur fram að heildarfjöldi farþega í innanlands- og millilandaflugi hafi verið 233.500 í desember, samanborið við 168.500 í desember 2021. „Farþegar í millilandaflugi voru 214 þúsund samanborið við 149 þúsund í desember 2021. Farþegar til Íslands voru 79 þúsund og frá Íslandi um 50 þúsund. Tengifarþegar voru um 85 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 62,4%. Sætanýting í millilandaflugi var 73%, samanborið við 71% í desember 2021. Miklar raskanir vegna veðursfars og þá sérstaklega lokun Reykjanesbrautarinnar hafði umtalsverð áhrif á stundvísi, sætanýtingu og flugáætlunina í heild í mánuðinum. Farþegar í innanlandsflugi voru um 20 þúsund, samanborið við 19 þúsund farþega í desember 2021. Stundvísi var 81%, þrátt fyrir umtalsverðar raskanir vegna veðurs. Sætanýting var 73% samanborið við 70% nýtingu í desember 2021. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 13% samanborið við desember 2021. Fraktflutningar voru jafnmiklir og í desember 2021,“ segir í tilkynningunni. Vél Icelandair.vísir/vilhelm Hratt og örugglega Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar Covid faraldursins. „Við höfum jafnt og þétt fjölgað flugtengingum og aukið flugframboð og í desember var framboðið 91% af framboði ársins 2019. Eftir því sem áhrif faraldursins fóru dvínandi náði starfsfólk Icelandair að byggja starfsemina upp hratt og örugglega. Innanlandsflugið hefur náð sér vel á strik og leiguflugsstarfsemin einnig með verkefnum um allan heim. Leiguflugstarfsemin er mikilvægur þáttur í að minnka árstíðarsveiflu í rekstrinum og nýta bæði flugvélar og áhafnir þegar umsvif í leiðakerfinu eru minni. Stór áfangi náðist nú í lok árs í flugfraktinni þegar við tókum á móti Boeing 767 breiðþotu í fraktflotann. Þar erum við að setja aukna áherslu á að nýta Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð fyrir flugfrakt á milli heimsálfa, sambærilegt við það sem félagið hefur gert á árangursríkan hátt í farþegaflutningum um árabil. Þetta mun skapa ný og spennandi tækifæri fyrir inn- og útflutningsaðila á Íslandi. Við erum stolt af starfsfólki okkar og hvernig því tókst við mjög krefjandi aðstæður að tryggja að langflestir af þeim 24 þúsund farþegum okkar sem lentu í röskunum fyrir jólin komust á sinn áfangastað. Raskanir sem þessar hafa mikil áhrif á viðskiptavini okkar, upplifun ferðamanna af landi og þjóð og tengingar Íslands við umheiminn. Reykjanesbrautin er mjög mikilvæg lífæð fyrir Ísland og við leggjum því mikla áherslu á að stjórnvöld komi í veg fyrir að sambærilegar aðstæður skapist aftur,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira