Enn ein þreföld tvenna hjá Doncic | James nálgast stigametið Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 10:00 Varnarmenn Kings réðu ekkert við LeBron James í leik liðanna í nótt. Getty Images Luka Doncic náði 9. þreföldu tvennu sinni á tímabilinu í sigri Maverics á Pelicans í NBA deildinni í nótt á meðan LeBron James nálgast stigamet Kareem Abdul-Jaabar óðfluga. James átti enn eina frábæra frammistöðuna er Lakers vann tveggja stiga sigur á Kings. Los Angeles Lakers 136-134 Sacramento Kings Dennis Schroder tryggði Lakers tveggja stiga sigur á Kings með tveimur stigum af vítalínunni í síðustu sókn Lakers í tveggja stiga sigri liðsins á Sacramento Kings en Schroder gerði alls 27 stig í leiknum. LeBron James var hins vegar allt í öllu í sigri Lakers og endaði stigahæsti leikmaður vallarins. James skoraði 37 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Það var enginn sem skoraði fleiri stig en James í þeim leikjum sem fóru fram í nótt. James er nú aðeins 422 stigum frá því að eigna sér stigamet NBA deildarinnar sem Kareem Abdul-Jaabar hefur átt í tæp 34 ár en Abdul-Jaabar skoraði 38.387 stig á sínum tíma. Ef James viðheldur 27,2 stiga meðaltali sínu þá verður hann orðinn stigahæsti leikmaður allra tíma eftir 16 leiki, þann 9. febrúar næstkomandi. Var þetta 5. sigurleikur Lakers í röð og 19. sigurinn í deildinni í vetur en liðið er í 12. sæti vesturdeildarinnar. Kings er hins vegar í 5. sæti vestursins með 20 sigurleiki. LeBron tonight in the Lakers W:37 points8 rebounds7 assists👑 pic.twitter.com/bskcG6tWeT— NBA (@NBA) January 8, 2023 New Orleans Pelicans 117-127 Dallas Mavericks Luka Doncic, leikmaður Mavericks, nældi sér í þrefalda tvennu er hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 10 stiga sigri Mavericks á Pelicans. Enginn leikmaður vallarins náði fleiri fráköstum, stoðsendingum eða stigum en Doncic í leiknum og var þetta 9. þrefalda tvenna hans á tímabilinu. Mavericks er nú bara einum sigurleik á eftir Pelicans í vesturhluta NBA deildarinnar, Pelicans er í 3. sæti með 24 sigra en Mavericks eru í því 4. með 23 sigurleiki. Luka recorded his 9th triple-double of the season in the Mavs W on Saturday night:34 PTS10 REB10 ASTFor more, download the NBA app:📲 https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/drqRl9uOFg— NBA (@NBA) January 8, 2023 Boston Celtics 121-116 San Antonio Spurs Celtics heldur toppsæti austurdeildar eftir fimm stiga sigur á Spurs í nótt þökk sé frábærum leik Jayson Tatum og Jaylen Brown, leikmönnum Celtics. Tatum var stigahæstur með 34 stig en Jaylen Brown bætti við öðrum 29 stigum fyrir Celtics. Celtics hefur tveggja sigurleikja forskot á Brooklyn Nets í efsta sæti austursins á meðan San Antonio Spurs er í 14. og næst neðsta sæti vesturdeildarinnar. Jayson Tatum and Jaylen Brown combined to lead the Celtics to the W in San Antonio ☘️Tatum: 34 PTS, 4 REB, 5 ThreesBrown: 29 PTS, 4 REB, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/qe6GeYLVj3— NBA (@NBA) January 8, 2023 Orlando Magic 115-101 Golden State Warriors Meistarar Warriors misstigu sig á heimavelli gegn Magic en gestirnir unnu 14 stiga sigur og var þetta fyrsti sigur Magic á Warriors í meira en 10 ár. Warriors voru án bæði Stephen Curry og Klay Thompson í leiknum. Í þeirra fjarveru var varamaðurinn Anthony Lamb stigahæstur með 26 stig. Hjá Magic var Paolo Banchero með flest stig, alls 25 stig. Warriors er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigurleiki en Magic er á sama tíma í 13. sæti austurdeildar með 15 sigurleiki. Paolo Banchero dropped a team-high 25 PTS and 4 threes in the Magic win in Golden State 👀 pic.twitter.com/LWIlhgIcnb— NBA (@NBA) January 8, 2023 Utah Jazz 118-126 Chicago Bulls Zach LaVine fór fyrir sínum mönnum í Bulls í átta stiga sigri þeirra á heimavelli gegn Jazz. LaVine gerði alls sex þriggja stiga körfur í leiknum og var stigahæsti leikmaður leiksins með 36 stig. DeMar DeRozan bætti við 35 stigum fyrir Bulls en Lauri Markkanen var stigahæsti leikmaður Jazz með 28 stig. Eftir sigurinn er Bulls í 9. sæti austurdeildar með 19 sigurleiki en Jazz er í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 20 sigurleiki. Heildarstöðuna í NBA deildinni má sjá með því að smella hér. DeMar DeRozan and Zach LaVine showed out to lead the Bulls to victory in Chicago 🔥DeMar: 35 PTS, 7 ASTLaVine: 36 PTS, 7 REB, 6 3PM pic.twitter.com/MPN6Y2GfW1— NBA (@NBA) January 8, 2023 NBA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Los Angeles Lakers 136-134 Sacramento Kings Dennis Schroder tryggði Lakers tveggja stiga sigur á Kings með tveimur stigum af vítalínunni í síðustu sókn Lakers í tveggja stiga sigri liðsins á Sacramento Kings en Schroder gerði alls 27 stig í leiknum. LeBron James var hins vegar allt í öllu í sigri Lakers og endaði stigahæsti leikmaður vallarins. James skoraði 37 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Það var enginn sem skoraði fleiri stig en James í þeim leikjum sem fóru fram í nótt. James er nú aðeins 422 stigum frá því að eigna sér stigamet NBA deildarinnar sem Kareem Abdul-Jaabar hefur átt í tæp 34 ár en Abdul-Jaabar skoraði 38.387 stig á sínum tíma. Ef James viðheldur 27,2 stiga meðaltali sínu þá verður hann orðinn stigahæsti leikmaður allra tíma eftir 16 leiki, þann 9. febrúar næstkomandi. Var þetta 5. sigurleikur Lakers í röð og 19. sigurinn í deildinni í vetur en liðið er í 12. sæti vesturdeildarinnar. Kings er hins vegar í 5. sæti vestursins með 20 sigurleiki. LeBron tonight in the Lakers W:37 points8 rebounds7 assists👑 pic.twitter.com/bskcG6tWeT— NBA (@NBA) January 8, 2023 New Orleans Pelicans 117-127 Dallas Mavericks Luka Doncic, leikmaður Mavericks, nældi sér í þrefalda tvennu er hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 10 stiga sigri Mavericks á Pelicans. Enginn leikmaður vallarins náði fleiri fráköstum, stoðsendingum eða stigum en Doncic í leiknum og var þetta 9. þrefalda tvenna hans á tímabilinu. Mavericks er nú bara einum sigurleik á eftir Pelicans í vesturhluta NBA deildarinnar, Pelicans er í 3. sæti með 24 sigra en Mavericks eru í því 4. með 23 sigurleiki. Luka recorded his 9th triple-double of the season in the Mavs W on Saturday night:34 PTS10 REB10 ASTFor more, download the NBA app:📲 https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/drqRl9uOFg— NBA (@NBA) January 8, 2023 Boston Celtics 121-116 San Antonio Spurs Celtics heldur toppsæti austurdeildar eftir fimm stiga sigur á Spurs í nótt þökk sé frábærum leik Jayson Tatum og Jaylen Brown, leikmönnum Celtics. Tatum var stigahæstur með 34 stig en Jaylen Brown bætti við öðrum 29 stigum fyrir Celtics. Celtics hefur tveggja sigurleikja forskot á Brooklyn Nets í efsta sæti austursins á meðan San Antonio Spurs er í 14. og næst neðsta sæti vesturdeildarinnar. Jayson Tatum and Jaylen Brown combined to lead the Celtics to the W in San Antonio ☘️Tatum: 34 PTS, 4 REB, 5 ThreesBrown: 29 PTS, 4 REB, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/qe6GeYLVj3— NBA (@NBA) January 8, 2023 Orlando Magic 115-101 Golden State Warriors Meistarar Warriors misstigu sig á heimavelli gegn Magic en gestirnir unnu 14 stiga sigur og var þetta fyrsti sigur Magic á Warriors í meira en 10 ár. Warriors voru án bæði Stephen Curry og Klay Thompson í leiknum. Í þeirra fjarveru var varamaðurinn Anthony Lamb stigahæstur með 26 stig. Hjá Magic var Paolo Banchero með flest stig, alls 25 stig. Warriors er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigurleiki en Magic er á sama tíma í 13. sæti austurdeildar með 15 sigurleiki. Paolo Banchero dropped a team-high 25 PTS and 4 threes in the Magic win in Golden State 👀 pic.twitter.com/LWIlhgIcnb— NBA (@NBA) January 8, 2023 Utah Jazz 118-126 Chicago Bulls Zach LaVine fór fyrir sínum mönnum í Bulls í átta stiga sigri þeirra á heimavelli gegn Jazz. LaVine gerði alls sex þriggja stiga körfur í leiknum og var stigahæsti leikmaður leiksins með 36 stig. DeMar DeRozan bætti við 35 stigum fyrir Bulls en Lauri Markkanen var stigahæsti leikmaður Jazz með 28 stig. Eftir sigurinn er Bulls í 9. sæti austurdeildar með 19 sigurleiki en Jazz er í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 20 sigurleiki. Heildarstöðuna í NBA deildinni má sjá með því að smella hér. DeMar DeRozan and Zach LaVine showed out to lead the Bulls to victory in Chicago 🔥DeMar: 35 PTS, 7 ASTLaVine: 36 PTS, 7 REB, 6 3PM pic.twitter.com/MPN6Y2GfW1— NBA (@NBA) January 8, 2023
NBA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira