„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 17:45 Stepen Curry og félagar eiga titil að verja. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira