Flatley greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segist hann njóta aðhlynningar stórkostlegs teymis lækna og að hann muni ekki gefa nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Hinn 64 ára Flatley varð heimsfrægur með Riverdance-dansatriðinu sem vakti gríðarlega athygli í Eurovision-keppninni í Point-leikhúsinu í Dublin á Írlandi árið 1994.
Flatley var sjálfur höfundur atriðisins sem stóð í sjö mínútur og skartaði þeim Flatley og Jean Butler í aðalhlutverkum þó að mikill fjöldi dansara hafi tekið þátt. Í kjölfar vinsælda atriðisins var gerð heil sýning sem sýnd fyrir fullu húsi í leikhúsinu um margra ára skeið.
Flatley greindist með húðkrabbamein árið 2003 og gekkst á sínum tíma undir aðgerð vegna þess.