Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2023 07:01 Loftlagsverkefnið er nýsköpun í raunheimum og við höfum ekki tíma til að styrkja fáa aðila með sértækum styrkjum á nokkra mánaða fresti eins og nú er segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Transition Lab. Margrét hvetur til einfalds hvatakerfis, t.d. sambærilegt og í kvikmyndageiranum eða skattaívilnanir fyrir rannsóknir og þróun. Margrét stýrir umræðustofu á Janúarráðstefnu Festu sem haldinn er á morgun. Vísir/Hulda Margrét „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. „Ekki bara nokkrir styrkir á nokkra mánaða fresti. Það gengur ekki ef ætlunin er að ná þeim skriðþunga sem þarf til að ná markmiðunum okkar 2030/2040.“ Stærsti sjálfbærniviðburðurinn á Íslandi, Janúarráðstefna Festu, verður haldinn á morgun. Yfirskriftin að þessu sinni er „Lítum inn á við.“ Þetta er í tíunda sinn sem Janúarráðstefnan er haldin og verða þrjár umræðustofur í boði. Dagskrána í heild sinni má sjá HÉR. Í tilefni ráðstefnunnar, tekur Atvinnulífið stöðuna. Eins og í boðhlaupi: Einkageirinn þarf að fá keflið Margrét er yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs og tók við því starfi síðastliðið haust. Markmið Transition Labs er að flýta uppbyggingu loftslagslausna sem skara framúr á alþjóðavettvangi og gera Ísland að miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar en eigendur Transition Labs eru Davíð Helgason, stofnandi Unity og Kjartan Örn Ólafsson, frumkvöðull og tæknifjárfestir. Áður starfaði Margrét sem fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og þar áður sem aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International. Árin eftir hrun starfaði Margrét hjá Landsbankanum og sinnti þar meðal annars ráðgjöf til nýsköpunarfyrirtækja og verkefnastjórn nýsköpunarstyrkja á vegum bankans. Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði. Margrét hefur setið í mörgum stjórnum og unnið að ýmsum verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Aðspurð um stöðuna segir Margrét margt flott í gangi en mikilvægt að við förum að hlaupa hraðar og tryggja að fleiri geti byrjað að hlaupa. Ég líki þessu oft við boðhlaup því að bæði opinberir aðilar, einkageirinn og einstaklingar þurfa að taka þátt til að ná í mark en ef við vitum ekki hvernig brautin liggur eða hvar við eigum að taka við keflinu, eru ekki miklar líkur á að við náum árangri. Staðan hér er svipuð. Stjórnvöld halda enn á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum, og margir jafnvel lagðir af stað, en veit eiginlega ekki hvernig brautin liggur eða hvar og hvort þeim er ætlað að taka við keflinu.“ Hún segir marga ekki átta sig á því að munurinn á nýsköpun í loftslagsmálum og nýsköpun almennt í tækni er að nær allt þar þarf að gerast í raunheimum. „Sem þýðir að það reynir sérstaklega mikið á samskipti og samvinnu milli aðila milli hópa en er mikilvægt að við vitum hver eigi verkefnin, og áttum okkur á því hvar mörkin milli hins opinbera og einkaframtaks eiga að liggja. Þetta er ekki alveg skýrt í dag.“ Þá segir Margrét mikilvægt að aðilar tali saman, miðli sín á milli og velti upp hugmyndum og tækifærum. „Þess vegna er ráðstefna Festu svona mikilvæg. Þar sem alls konar aðilar koma saman til samtals og við náum sem flestu upp á yfirborðið. Því það gerist lítið á næstu tíu til fimmtán árum ef við förum ekki að koma hlutunum á meiri hreyfingu.“ Margrét líkir stöðunni í loftlagsmálum oft við maraþonhlaup þar sem stjórnvöld halda á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum en kemst ekki af stað vegna þess að brautin er ekki skýr né heldur hvenær á að taka við keflinu. Oft er þörf en nú er nauðsyn til að hraða framgangi mála.Vísir/Hulda Margrét Hvatarnir þurfa að vera einfaldir Margrét segir fulla ástæðu til að hamra á mikilvægi þess að hlutirnir gerist hraðar. Hún nefnir sem dæmi reynslu úr eigin ranni. „Árið 2009 var ég í námi að læra um vindorkugarða. Nú er árið 2023 og það liggur ekki enn fyrir hvernig skal haga rannsóknum og öðru til að byggja upp vindorkugarða á Íslandi. Þó eru vindorkugarðar dæmi um verkefni þar sem okkur hefur hvorki vantað fyrirmyndir erlendis frá né tíma til útfærslu verklags og hvata.“ Hún segir orðatiltækið „oft er þörf en nú er nauðsyn,“ vera það sem nú eigi við. „Við þurfum eiginlega að horfa á þetta verkefni svipað og hugverkaiðnaðurinn gerir oft með sínum Agile vinnuhópum. Þar sem unnið er í sprettum. Við þurfum að klára þessa spretti og tryggja framganginn. Löggjafinn er eitt, stjórnsýslan sem á síðan að framfylgja því sem löggjafinn ákveður er annað og er mikill vilji hjá öllum gagnvart þessu verkefni en í þetta sinn höfum við ekki mörg ár til að ákveða hvernig hlutirnir eiga að verða. Það getur enginn farið af stað núna ef hann getur átt von á því að vera sektaður um háar upphæðir eftir fimm til tíu ár þegar leikreglurnar liggja loksins fyrir.“ Margrét sér ekki ástæðu til draga lappirnar í þessum efnum. Því þegar hún lítur tilbaka, hafandi reynslu úr bæði úr umhverfi sprota og fjárfesta, sé því ekkert til fyrirstöðu að hlutirnir gangi hratt, svo lengi sem aðilum sé gefinn kostur á að hefjast handa. ,,Því það vantar lítið upp á þetta umhverfi. Frumkvöðlarnir eru með hugmyndir og það eru fullt af góðum verkefnum í gangi. Fjárfestar þekkja óvissuna sem felst í því að fjárfesta í nýsköpun en eru tvístígandi á meðan óvissa er í óskýru regluverki. Enda getur enginn fjárfest í einhverju núna og komist að því löngu seinna að leikreglurnar sem loksins er þá búið að útfæra geta leitt af sér háar fjárhæðir í sektir eða einhverju álíka ófyrirséðu.“ Margrét segir líka mikilvægt að tryggja sem flestum tækifæri til að fara af stað, með því að búa til einfalt og almennt hvatakerfi. Ég nefni hvatakerfi svipað og í Bandaríkjunum þar sem miðað er við að fyrirtæki sem uppfylla ákveðin skilyrði fá stimpil sem tryggir til dæmis endurgreiðslur. Við getum líkt þessu við styrkjaumhverfi kvikmyndageirans eða rannsóknir og þróunar endurgreiðslurnar hérna heima. Ef fyrirtæki eru í umhverfi þar sem leikreglurnar eru skýrar, þau geta einfaldlega uppfyllt þekkt skilyrði, fengið stimpil um það og hlaupið síðan af stað, þá margfaldast líkurnar á að hlutirnir gerist hraðar en nú þar sem nokkrir hljóta sértæka styrki í svona verkefni og það á nokkurra mánaða fresti.“ Margrét tekur dæmi um að árið 2009 var hún að læra um vindorkugarða í háskólanámi en enn liggja ekki fyrir hvernig haga skuli rannsóknum né öðru til að byggja upp vindorkugarða á Íslandi. Þó hafi hvorki vantað fyrirmyndir erlendis frá né tíma. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að seinagangur sem þessi geti ekki gengið þegar kemur að loftlagsmálum, þótt hann hafi oftar en ekki tíðkast í öðrum málum. Vísir/Hulda Margrét Janúarráðstefna Festu verður haldin á Hilton Nordica og hefst klukkan 13 á morgun, fimmtudag. Auk erinda verða eftirfarandi þrjár umræðustofur: Sjálfbærni og nýsköpun sem stuðlar að hringrásarhagkerfinu og endurheimt vistkerfa. Margrét stýrir þessum umræðum. Þá stýrir Tómas N. Möller formaður Festu og yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna umræðum sem tekur fyrir lagabreytingar sem öll fyrirtæki, stór sem smá, þurfa að búa sig undir. Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans og varaformaður Festu stýrir síðan umræðum þar sem sjálfbærniupplýsingagjöf verður tekin fyrir. Til viðbótar verða fjórir einstaklingar í pallborði hverrar vinnustofu til að taka þátt í umræðunum. Nánari upplýsingar má sjá HÉR. Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Umhverfismál Tengdar fréttir Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Ekki bara nokkrir styrkir á nokkra mánaða fresti. Það gengur ekki ef ætlunin er að ná þeim skriðþunga sem þarf til að ná markmiðunum okkar 2030/2040.“ Stærsti sjálfbærniviðburðurinn á Íslandi, Janúarráðstefna Festu, verður haldinn á morgun. Yfirskriftin að þessu sinni er „Lítum inn á við.“ Þetta er í tíunda sinn sem Janúarráðstefnan er haldin og verða þrjár umræðustofur í boði. Dagskrána í heild sinni má sjá HÉR. Í tilefni ráðstefnunnar, tekur Atvinnulífið stöðuna. Eins og í boðhlaupi: Einkageirinn þarf að fá keflið Margrét er yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs og tók við því starfi síðastliðið haust. Markmið Transition Labs er að flýta uppbyggingu loftslagslausna sem skara framúr á alþjóðavettvangi og gera Ísland að miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar en eigendur Transition Labs eru Davíð Helgason, stofnandi Unity og Kjartan Örn Ólafsson, frumkvöðull og tæknifjárfestir. Áður starfaði Margrét sem fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og þar áður sem aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International. Árin eftir hrun starfaði Margrét hjá Landsbankanum og sinnti þar meðal annars ráðgjöf til nýsköpunarfyrirtækja og verkefnastjórn nýsköpunarstyrkja á vegum bankans. Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði. Margrét hefur setið í mörgum stjórnum og unnið að ýmsum verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Aðspurð um stöðuna segir Margrét margt flott í gangi en mikilvægt að við förum að hlaupa hraðar og tryggja að fleiri geti byrjað að hlaupa. Ég líki þessu oft við boðhlaup því að bæði opinberir aðilar, einkageirinn og einstaklingar þurfa að taka þátt til að ná í mark en ef við vitum ekki hvernig brautin liggur eða hvar við eigum að taka við keflinu, eru ekki miklar líkur á að við náum árangri. Staðan hér er svipuð. Stjórnvöld halda enn á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum, og margir jafnvel lagðir af stað, en veit eiginlega ekki hvernig brautin liggur eða hvar og hvort þeim er ætlað að taka við keflinu.“ Hún segir marga ekki átta sig á því að munurinn á nýsköpun í loftslagsmálum og nýsköpun almennt í tækni er að nær allt þar þarf að gerast í raunheimum. „Sem þýðir að það reynir sérstaklega mikið á samskipti og samvinnu milli aðila milli hópa en er mikilvægt að við vitum hver eigi verkefnin, og áttum okkur á því hvar mörkin milli hins opinbera og einkaframtaks eiga að liggja. Þetta er ekki alveg skýrt í dag.“ Þá segir Margrét mikilvægt að aðilar tali saman, miðli sín á milli og velti upp hugmyndum og tækifærum. „Þess vegna er ráðstefna Festu svona mikilvæg. Þar sem alls konar aðilar koma saman til samtals og við náum sem flestu upp á yfirborðið. Því það gerist lítið á næstu tíu til fimmtán árum ef við förum ekki að koma hlutunum á meiri hreyfingu.“ Margrét líkir stöðunni í loftlagsmálum oft við maraþonhlaup þar sem stjórnvöld halda á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum en kemst ekki af stað vegna þess að brautin er ekki skýr né heldur hvenær á að taka við keflinu. Oft er þörf en nú er nauðsyn til að hraða framgangi mála.Vísir/Hulda Margrét Hvatarnir þurfa að vera einfaldir Margrét segir fulla ástæðu til að hamra á mikilvægi þess að hlutirnir gerist hraðar. Hún nefnir sem dæmi reynslu úr eigin ranni. „Árið 2009 var ég í námi að læra um vindorkugarða. Nú er árið 2023 og það liggur ekki enn fyrir hvernig skal haga rannsóknum og öðru til að byggja upp vindorkugarða á Íslandi. Þó eru vindorkugarðar dæmi um verkefni þar sem okkur hefur hvorki vantað fyrirmyndir erlendis frá né tíma til útfærslu verklags og hvata.“ Hún segir orðatiltækið „oft er þörf en nú er nauðsyn,“ vera það sem nú eigi við. „Við þurfum eiginlega að horfa á þetta verkefni svipað og hugverkaiðnaðurinn gerir oft með sínum Agile vinnuhópum. Þar sem unnið er í sprettum. Við þurfum að klára þessa spretti og tryggja framganginn. Löggjafinn er eitt, stjórnsýslan sem á síðan að framfylgja því sem löggjafinn ákveður er annað og er mikill vilji hjá öllum gagnvart þessu verkefni en í þetta sinn höfum við ekki mörg ár til að ákveða hvernig hlutirnir eiga að verða. Það getur enginn farið af stað núna ef hann getur átt von á því að vera sektaður um háar upphæðir eftir fimm til tíu ár þegar leikreglurnar liggja loksins fyrir.“ Margrét sér ekki ástæðu til draga lappirnar í þessum efnum. Því þegar hún lítur tilbaka, hafandi reynslu úr bæði úr umhverfi sprota og fjárfesta, sé því ekkert til fyrirstöðu að hlutirnir gangi hratt, svo lengi sem aðilum sé gefinn kostur á að hefjast handa. ,,Því það vantar lítið upp á þetta umhverfi. Frumkvöðlarnir eru með hugmyndir og það eru fullt af góðum verkefnum í gangi. Fjárfestar þekkja óvissuna sem felst í því að fjárfesta í nýsköpun en eru tvístígandi á meðan óvissa er í óskýru regluverki. Enda getur enginn fjárfest í einhverju núna og komist að því löngu seinna að leikreglurnar sem loksins er þá búið að útfæra geta leitt af sér háar fjárhæðir í sektir eða einhverju álíka ófyrirséðu.“ Margrét segir líka mikilvægt að tryggja sem flestum tækifæri til að fara af stað, með því að búa til einfalt og almennt hvatakerfi. Ég nefni hvatakerfi svipað og í Bandaríkjunum þar sem miðað er við að fyrirtæki sem uppfylla ákveðin skilyrði fá stimpil sem tryggir til dæmis endurgreiðslur. Við getum líkt þessu við styrkjaumhverfi kvikmyndageirans eða rannsóknir og þróunar endurgreiðslurnar hérna heima. Ef fyrirtæki eru í umhverfi þar sem leikreglurnar eru skýrar, þau geta einfaldlega uppfyllt þekkt skilyrði, fengið stimpil um það og hlaupið síðan af stað, þá margfaldast líkurnar á að hlutirnir gerist hraðar en nú þar sem nokkrir hljóta sértæka styrki í svona verkefni og það á nokkurra mánaða fresti.“ Margrét tekur dæmi um að árið 2009 var hún að læra um vindorkugarða í háskólanámi en enn liggja ekki fyrir hvernig haga skuli rannsóknum né öðru til að byggja upp vindorkugarða á Íslandi. Þó hafi hvorki vantað fyrirmyndir erlendis frá né tíma. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að seinagangur sem þessi geti ekki gengið þegar kemur að loftlagsmálum, þótt hann hafi oftar en ekki tíðkast í öðrum málum. Vísir/Hulda Margrét Janúarráðstefna Festu verður haldin á Hilton Nordica og hefst klukkan 13 á morgun, fimmtudag. Auk erinda verða eftirfarandi þrjár umræðustofur: Sjálfbærni og nýsköpun sem stuðlar að hringrásarhagkerfinu og endurheimt vistkerfa. Margrét stýrir þessum umræðum. Þá stýrir Tómas N. Möller formaður Festu og yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna umræðum sem tekur fyrir lagabreytingar sem öll fyrirtæki, stór sem smá, þurfa að búa sig undir. Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans og varaformaður Festu stýrir síðan umræðum þar sem sjálfbærniupplýsingagjöf verður tekin fyrir. Til viðbótar verða fjórir einstaklingar í pallborði hverrar vinnustofu til að taka þátt í umræðunum. Nánari upplýsingar má sjá HÉR.
Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Umhverfismál Tengdar fréttir Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00