Þetta var í fyrsta sinn síðan í apríl 2016 sem Williams er ekki í leikmannahópi Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni en þessi 28 ára gamli sóknarmaður hafði leikið 251 deildarleik í röð fyrir félagið þegar kom að leiknum í kvöld.
Hann glímir við smávægileg hnémeiðsli og var því ekki í leikmannahópnum en hann var fyrir löngu búinn að eigna sér met yfir það að spila flesta leiki í röð, nánar tiltekið þegar hann spilaði sinn 203. leik í röð á síðustu leiktíð.
Iñaki Williams' incredible run of 251 consecutive La Liga appearances has sadly come to an end.
— EuroFoot (@eurofootcom) January 29, 2023
The record was from 2016-2023. In today's hectic football schedule, this is outstanding. Not only is he a great footballer, but also a top athlete. pic.twitter.com/ex2JxinkyQ
Williams, sem er fæddur á Spáni en leikur fyrir landslið Gana, hefur spilað alls 362 leiki fyrir Bilbao og skorað 78 mörk.
Leiknum lauk með 1-0 sigri Celta Vigo.