Færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að vera með þrennu í leik: „Úúúúúúúúúú“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Nikola Jokic með boltann í leik með Denver Nuggets. Liðið tapar ekki þegar hann er með þrennu. AP/David Zalubowski Nikola Jokic hefur átt enn eitt frábæra tímabilið með liði Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta og eftir stórleiki í vikunni þá kom hann tölfræði sinni upp í þrennu að meðaltali í leik. Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage)
NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira