Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 08:03 Kynnarnir Snoop Dogg og Kelly Clarkson með sigurvegara American Song Contest 2023, AleXa sem keppti fyrir hönd Oklahoma. Getty Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu. Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu.
Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00