Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 13:46 Farið var með leikskólabarnið á sjúkrahús eftir að það setti nikótínpúða upp í sig. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“ Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“
Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira