Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Kristín Lena Þorvaldsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 11:01 Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun