Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Carragher var ekki ánægður með Rauða herinn í gær. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira