Aðför að fólki Guðröður Hákonarson skrifar 23. febrúar 2023 20:01 Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni. Saga málsins er eftirfarandi, ég var eigandi lögbýlisins Fannardals um áratugaskeið. Hvert systkina minna fékk úr jörðinni eina lóð vegna erfðamála á sínum tíma að stærð 1 hektari hvert. Frá þeim tíma hefur tímalína þessa máls verið löng og leiðinleg. Árið 2006 sækir Halldóra Hákonardóttir systir mín um byggingarleyfi á lóð sinni í Fannardal til Fjarðabyggðar og er hafnað og farið fram á að unnið sé deiliskipulag af svæðinu. Í kjölfar þess, í ágúst 2006, sæki ég sem eigandi lögbýlisins Fannardals um bráðabirgðabyggingarleyfi til að reisa þrjú hús í Fannardal, því lögum samkvæmt má reisa þrjú hús á lögbýli án skipulags. Þá er byggingarfulltrúa falið að gefa út bráðabirgðaleyfi meðan unnið er að deiliskipulagi. Hús Jón Björns var inni í þessu bráðabirgðaleyfi sem ég sótti um á sínum tíma og hengt var við gerð deiliskipulags. Árið 2007 var farið í þá vinnu að gera deiliskipulag á minn eigin kostnað, þá fæ ég Þórhall Pálsson til að gera drög að deiliskipulagi, sem var á þeim tíma eini maðurinn á Austurlandi sem mátti teikna skipulag. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hafði á þessum tíma ekki lagt það í vana sinn að fá fólk með réttindi til að teikna skipulög og var það yfirleitt framkvæmt af byggingarfulltrúanum sem engin réttindi hafði til þess. Kostnaður við þetta deiliskipulag nam á endanum nærri 2 milljónum sem mér fannst vel í lagt að þurfa að gera í ljósi þess að ekki var verið að skipuleggja byggð í ágóðaskyni. Árið 2008 er enn verið að vinna í þessu deiliskipulagi, þá kemur í ljós að búið var að teikna inn á mína jörð 40 ha. spildu sem vatnsverndarsvæði þ.e. grunnsvæði, grannsvæði og botnssvæði. Án minnar vitundar, samþykkis eða heimildar. Þetta var gert af sveitarfélaginu og hefst hér saga valdníðslu og þeim órétti sem ég tel mig hafa verið beittan í þessu máli. Fjarðabyggð hefði í þessu tilviki þurft að þinglýsa kvöð á jörðinni til að hafa leyfi til að gera þetta að vatnsverndarsvæði. Vegna borholu sem er ekki í mínu landi, heldur var jörðin mín skilgreind sem vatnsupptökusvæði fyrir borholu Fjarðabyggðar án minnar vitundar eða heimildar sem þinglýsts eiganda að þessari jörð. Þetta var gert 2004 og þá sótti Fjarðabyggð ekki um heimild til Orkustofnunar til nýtingar á vatninu og gerir það ekki fyrr en 2012 þegar ég er kominn í málaferli við sveitarfélagið vegna þessara kvaða á jörðinni. Þannig að Fjarðabyggð tók í leyfisleysi öll árin frá 2004 til 2012 neysluvatn úr minni jörð. Þau málaferli standa enn og snúast um að hver á vatnsréttindin fyrir þessa borholu og hvernig skuli greiða afgjald fyrir það. Þegar búið var að færa vatnsverndarsvæði niður fyrir sumarhúsabyggðina árið 2012 þá gerir Veðurstofan athugasemdir og fer fram á að gert sé mat á ofanflóðahættu. Þannig veltist málið í kerfinu í töluverðan tíma og endaði með því nokkrum árum seinna að Veðurstofan gat ekki sýnt fram á ofanflóðahættu. Þegar þarna var komið eru málaferli í fullum gangi milli mín og Fjarðabyggðar og ég taldi mig ekki geta lokið skipulagsferli vegna þessa ágreinings. Á þessum langa tíma tók ég fundi með embættismönnum sveitarfélagsins þar sem þessi mál voru rædd og reynt að leita sátta sem ekki náðist. Á þeim fundum var það rætt og skilningur á því að deiliskipulagið gæti ekki farið í gegn meðan á þessu stæði og þar af leiðandi ekki hægt að ganga frá lóðunum í endanlegri mynd. Samskipti vegna þessa deiliskipulags, og athugasemda Fjarðabyggðar, sem voru út af þessum vatnsréttindum á árunum 2008 til 2012 voru mjög mikil. Í þessu máli gengu tugir bréfa á milli Fjarðabyggðar, mín og lögfræðinga minna á Lex lögmannsstofu sem vann að málinu fyrir mig. Þarna gekk sveitarfélagið freklega yfir eignarétt fólks að mínu mati. Hafi þeir embættismenn og pólitíkusar sem að því komu skömm fyrir það. Árið 2003 hefja þeir vatnstöku í landi Tandrastaða sem dæmd var ólögleg árið 2006 og var gerðardómur skipaður sem úrskurðaði um afgjald til eigenda Tandrastaða vegna vatnstökunnar. Vegna þess að ekki var búið að sækja um leyfi vatnstökunnar varð ég ekki sjálfkrafa aðili að því máli og vatnsréttindi mín því virt að vettugi af hálfu Fjarðabyggðar. Ég gerði á þessum tíma byggingarfulltrúa það full ljóst að ég myndi ekki sækja um annað byggingarleyfi fyrr en búið væri að koma vatnsréttindamálunum í eðlilegan farveg og við það situr enn í dag fyrir minn bústað. Þetta hefur kostað mig sem einstakling um 10 milljónir í lögfræðikostnað að berjast við sveitarfélagið um að ég fá metin réttmæt réttindi mín til að mega byggja og nýta mína jörð ásamt því að fá virtan eignarrétt minn af vatnsréttindunum. Þessum ágreiningi er ekki enn lokið. Eftir mikið stapp við Fjarðabyggð óskaði ég eftir því árið 2018 að skipulagið yrði tekið upp og auglýst að nýju. Þar sem ég þóttist vita að ekki væri nærri komið að málalokum í þessu vatnsréttindamáli. Það gerði ég með bréfi dagsettu 16. febrúar 2018. Þegar það mál var komið í ferli óskaði ég eftir því að stofna lóðirnar formlega og að sveitarstjórn veitti umsögn til ráðuneytisins vegna þess að Fannardalur var lögbýli og gerði ég það með bréfi dagsettu 2. apríl 2018. Að afloknum auglýsingatíma komu athugasemdir við skipulagið og svaraði ég þeim með bréfi til "hreppsins" seinna sama ár. Þetta sama ár var skipulagið svo samþykkt í sveitarstjórn 4.október 2018 með 8 atkvæðum þar sem Jón Björn bróðir minn vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun eins og hann hefur ávallt gert þegar mál honum tengd eru til umfjöllunar. En enn var ekki búið að leysa deiluna um vatnsréttindin. Ég tel mig hafa mátt gjalda fyrir stöðu bróður míns hjá sveitarfélaginu í gegnum tíðina, hef ég vegna rekstrar míns alls farið með 8 mál á undanförnum árum fyrir sveitarfélagið þar sem hann hefur alltaf vikið sæti og ekki tekið neinn þátt í umfjöllun þegar um þau hefur verið fjallað eins og lög gera ráð fyrir. Af þessum 8 málum hefur 7 þeirra verið hafnað. Þó ég hafi oft skammað Jón Björn og ekki verið sammála honum í pólitík þá á hann ekki gjalda fyrir mínar syndir né getur hann beitt sér í málefnum skyldra. Hann gat aldrei sótt um deiliskipulag þar sem hann var ekki eigandi Fannardals og hefur aldrei verið. Meðan ekki var gildandi deiliskipulag og samþykktar lóðir, samkvæmt því, er ekki hægt að fá lokaúttekt á hús og þar af leiðandi ekki hægt að leggja á það fasteignagjöld. Mér er kunnugt um að sá semgerirþessa athugasemd nú til Fjarðabyggðar er Hákon Björnsson nágranni minn á Hólum sem sjálfur er í deilu við Fjarðabyggð vegna fasteignagjalda. Það er af hinu góða að hann horfi til að öll leyfi séu í lagi og mættu þau vera það hjá fleirum. En engu að síður er það mín skoðun að þegar menn fara af stað í slík mál þá skulu allar staðreyndir skoðaðar, sér í lagi ef tilgangurinn er kannski aðallega að sverta mannorð fólks í almennri umræðu. Betra er þá að þeirri atlögu sé beint á réttan aðila. En kannski helgar tilgangurinn meðalið hjá sumum. Að lokum vill ég að það komi fram að ég seldi jörðina Fannardal árið 2022 en í þeim samningum er minn réttur til hluta af kaldavatnsréttindum Fannardals tilgreindur og er málið enn í ferli gagnvart Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Tengdar fréttir Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23 Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 21. febrúar 2023 06:30 Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. 21. febrúar 2023 17:39 Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni. Saga málsins er eftirfarandi, ég var eigandi lögbýlisins Fannardals um áratugaskeið. Hvert systkina minna fékk úr jörðinni eina lóð vegna erfðamála á sínum tíma að stærð 1 hektari hvert. Frá þeim tíma hefur tímalína þessa máls verið löng og leiðinleg. Árið 2006 sækir Halldóra Hákonardóttir systir mín um byggingarleyfi á lóð sinni í Fannardal til Fjarðabyggðar og er hafnað og farið fram á að unnið sé deiliskipulag af svæðinu. Í kjölfar þess, í ágúst 2006, sæki ég sem eigandi lögbýlisins Fannardals um bráðabirgðabyggingarleyfi til að reisa þrjú hús í Fannardal, því lögum samkvæmt má reisa þrjú hús á lögbýli án skipulags. Þá er byggingarfulltrúa falið að gefa út bráðabirgðaleyfi meðan unnið er að deiliskipulagi. Hús Jón Björns var inni í þessu bráðabirgðaleyfi sem ég sótti um á sínum tíma og hengt var við gerð deiliskipulags. Árið 2007 var farið í þá vinnu að gera deiliskipulag á minn eigin kostnað, þá fæ ég Þórhall Pálsson til að gera drög að deiliskipulagi, sem var á þeim tíma eini maðurinn á Austurlandi sem mátti teikna skipulag. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hafði á þessum tíma ekki lagt það í vana sinn að fá fólk með réttindi til að teikna skipulög og var það yfirleitt framkvæmt af byggingarfulltrúanum sem engin réttindi hafði til þess. Kostnaður við þetta deiliskipulag nam á endanum nærri 2 milljónum sem mér fannst vel í lagt að þurfa að gera í ljósi þess að ekki var verið að skipuleggja byggð í ágóðaskyni. Árið 2008 er enn verið að vinna í þessu deiliskipulagi, þá kemur í ljós að búið var að teikna inn á mína jörð 40 ha. spildu sem vatnsverndarsvæði þ.e. grunnsvæði, grannsvæði og botnssvæði. Án minnar vitundar, samþykkis eða heimildar. Þetta var gert af sveitarfélaginu og hefst hér saga valdníðslu og þeim órétti sem ég tel mig hafa verið beittan í þessu máli. Fjarðabyggð hefði í þessu tilviki þurft að þinglýsa kvöð á jörðinni til að hafa leyfi til að gera þetta að vatnsverndarsvæði. Vegna borholu sem er ekki í mínu landi, heldur var jörðin mín skilgreind sem vatnsupptökusvæði fyrir borholu Fjarðabyggðar án minnar vitundar eða heimildar sem þinglýsts eiganda að þessari jörð. Þetta var gert 2004 og þá sótti Fjarðabyggð ekki um heimild til Orkustofnunar til nýtingar á vatninu og gerir það ekki fyrr en 2012 þegar ég er kominn í málaferli við sveitarfélagið vegna þessara kvaða á jörðinni. Þannig að Fjarðabyggð tók í leyfisleysi öll árin frá 2004 til 2012 neysluvatn úr minni jörð. Þau málaferli standa enn og snúast um að hver á vatnsréttindin fyrir þessa borholu og hvernig skuli greiða afgjald fyrir það. Þegar búið var að færa vatnsverndarsvæði niður fyrir sumarhúsabyggðina árið 2012 þá gerir Veðurstofan athugasemdir og fer fram á að gert sé mat á ofanflóðahættu. Þannig veltist málið í kerfinu í töluverðan tíma og endaði með því nokkrum árum seinna að Veðurstofan gat ekki sýnt fram á ofanflóðahættu. Þegar þarna var komið eru málaferli í fullum gangi milli mín og Fjarðabyggðar og ég taldi mig ekki geta lokið skipulagsferli vegna þessa ágreinings. Á þessum langa tíma tók ég fundi með embættismönnum sveitarfélagsins þar sem þessi mál voru rædd og reynt að leita sátta sem ekki náðist. Á þeim fundum var það rætt og skilningur á því að deiliskipulagið gæti ekki farið í gegn meðan á þessu stæði og þar af leiðandi ekki hægt að ganga frá lóðunum í endanlegri mynd. Samskipti vegna þessa deiliskipulags, og athugasemda Fjarðabyggðar, sem voru út af þessum vatnsréttindum á árunum 2008 til 2012 voru mjög mikil. Í þessu máli gengu tugir bréfa á milli Fjarðabyggðar, mín og lögfræðinga minna á Lex lögmannsstofu sem vann að málinu fyrir mig. Þarna gekk sveitarfélagið freklega yfir eignarétt fólks að mínu mati. Hafi þeir embættismenn og pólitíkusar sem að því komu skömm fyrir það. Árið 2003 hefja þeir vatnstöku í landi Tandrastaða sem dæmd var ólögleg árið 2006 og var gerðardómur skipaður sem úrskurðaði um afgjald til eigenda Tandrastaða vegna vatnstökunnar. Vegna þess að ekki var búið að sækja um leyfi vatnstökunnar varð ég ekki sjálfkrafa aðili að því máli og vatnsréttindi mín því virt að vettugi af hálfu Fjarðabyggðar. Ég gerði á þessum tíma byggingarfulltrúa það full ljóst að ég myndi ekki sækja um annað byggingarleyfi fyrr en búið væri að koma vatnsréttindamálunum í eðlilegan farveg og við það situr enn í dag fyrir minn bústað. Þetta hefur kostað mig sem einstakling um 10 milljónir í lögfræðikostnað að berjast við sveitarfélagið um að ég fá metin réttmæt réttindi mín til að mega byggja og nýta mína jörð ásamt því að fá virtan eignarrétt minn af vatnsréttindunum. Þessum ágreiningi er ekki enn lokið. Eftir mikið stapp við Fjarðabyggð óskaði ég eftir því árið 2018 að skipulagið yrði tekið upp og auglýst að nýju. Þar sem ég þóttist vita að ekki væri nærri komið að málalokum í þessu vatnsréttindamáli. Það gerði ég með bréfi dagsettu 16. febrúar 2018. Þegar það mál var komið í ferli óskaði ég eftir því að stofna lóðirnar formlega og að sveitarstjórn veitti umsögn til ráðuneytisins vegna þess að Fannardalur var lögbýli og gerði ég það með bréfi dagsettu 2. apríl 2018. Að afloknum auglýsingatíma komu athugasemdir við skipulagið og svaraði ég þeim með bréfi til "hreppsins" seinna sama ár. Þetta sama ár var skipulagið svo samþykkt í sveitarstjórn 4.október 2018 með 8 atkvæðum þar sem Jón Björn bróðir minn vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun eins og hann hefur ávallt gert þegar mál honum tengd eru til umfjöllunar. En enn var ekki búið að leysa deiluna um vatnsréttindin. Ég tel mig hafa mátt gjalda fyrir stöðu bróður míns hjá sveitarfélaginu í gegnum tíðina, hef ég vegna rekstrar míns alls farið með 8 mál á undanförnum árum fyrir sveitarfélagið þar sem hann hefur alltaf vikið sæti og ekki tekið neinn þátt í umfjöllun þegar um þau hefur verið fjallað eins og lög gera ráð fyrir. Af þessum 8 málum hefur 7 þeirra verið hafnað. Þó ég hafi oft skammað Jón Björn og ekki verið sammála honum í pólitík þá á hann ekki gjalda fyrir mínar syndir né getur hann beitt sér í málefnum skyldra. Hann gat aldrei sótt um deiliskipulag þar sem hann var ekki eigandi Fannardals og hefur aldrei verið. Meðan ekki var gildandi deiliskipulag og samþykktar lóðir, samkvæmt því, er ekki hægt að fá lokaúttekt á hús og þar af leiðandi ekki hægt að leggja á það fasteignagjöld. Mér er kunnugt um að sá semgerirþessa athugasemd nú til Fjarðabyggðar er Hákon Björnsson nágranni minn á Hólum sem sjálfur er í deilu við Fjarðabyggð vegna fasteignagjalda. Það er af hinu góða að hann horfi til að öll leyfi séu í lagi og mættu þau vera það hjá fleirum. En engu að síður er það mín skoðun að þegar menn fara af stað í slík mál þá skulu allar staðreyndir skoðaðar, sér í lagi ef tilgangurinn er kannski aðallega að sverta mannorð fólks í almennri umræðu. Betra er þá að þeirri atlögu sé beint á réttan aðila. En kannski helgar tilgangurinn meðalið hjá sumum. Að lokum vill ég að það komi fram að ég seldi jörðina Fannardal árið 2022 en í þeim samningum er minn réttur til hluta af kaldavatnsréttindum Fannardals tilgreindur og er málið enn í ferli gagnvart Fjarðabyggð.
Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23
Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 21. febrúar 2023 06:30
Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. 21. febrúar 2023 17:39
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar