Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 14:30 Frá vettvangi lestarslyssins við Austur-Palestínu. Til stendur að flytja mengaðan jarðveg á brott frá svæðinu. AP/Matt Freed Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið. Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma. Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma.
Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48