Sérstöku landsteymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. mars 2023 21:12 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna í stóru myndinni en einnig bregðast við aðkallandi áskorunum sem fyrst. Vísir/Vilhelm Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum. Mikið samráð hefur átt sér stað frá því að tilkynnt var um nýja heildstæða löggjöf í skólamálum og undirbúningur í fullum gangi. Niðurstöður samráðs við nokkur hundruð hagsmunaraðila aðila á undanförnum mánuðum voru meðal annars ræddar á fundinum. „Það hefur verið mikill samhljómur, heyrum við, hjá mjög ólíkum hópum hagsmunaaðila varðandi heildarsýnina. Hvernig fólk sér fyrir sér hvað skólaþjónustan þurfi að gera og svo framvegis. En það eru töluvert mikið af úrlausnarefnum eftir,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viðbúið er að ákveðnir þættir, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum, muni taka langan tíma að framkvæma þar sem mikil uppbygging þarf að eiga sér stað auk þess sem styrkja þurfi innviði. Verið sé að leita að lausnum til lengri og skemmri tíma. „Það er svona verið að raða á flokka, skilgreina og skipuleggja, og það er bara mjög margt sem að við erum enn með algjörlega opið,“ segir Sigrún. Löggjöf til lengri tíma en landsteymi komið á fót strax Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna að því að setja upp þjónustukerfi fyrir skólakerfið í heild sinni, hvort sem það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, svo þau geti tekist á við fjölbreyttar og breytilegar áskoranir sem að blasa við. „Við höfum ekki haft farveginn, við höfum ekki haft stofnun sem hefur það hlutverk að þjónusta þegar slíkt kemur upp, og við höfum ekki samtalskerfið um það hvernig við ætlum að tryggja flæði á milli skólastiga, hvernig við ætlum að tryggja það að lítil og stór sveitarfélög geti tryggt slíka þjónustu og svo framvegis,“ segir Ásmundur Einar. Hann gerir ráð fyrir að ný skólalöggjöf og breytingar samhliða henni fari fyrir þingið næsta vetur en tíma mun taka að innleiða þær breytingar. Þá er frumvarp í samráðsgátt um nýja þjónustustofnun, sem ráðherrann telur munu leggja grunninn að breyttu skólakerfi og tekur að hluta við Menntamálastofnun, og verður það líklega lagt fyrir þingið í vor. „Samhliða þessu erum við líka að tilkynna það hér í dag að við ætlum að setja upp sérstaka landssveit eða landsteymi sem er ætlað að grípa inn í þyngri mál strax inni í skólakerfinu. Það fer í gang á næstu viku, tíu dögum, þannig að þó við séum að vinna í stóru myndinni til lengri tíma þá ætlum við að grípa inn í núna og aðstoða við áskoranir dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar. Undanfarið virðist til að mynda ofbeldi meðal barna hafa aukist og margir nemendur glímt við slæma andlega heilsu. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að skólayfirvöld stígi fast þar inn og eru þau að bregðast við því ákalli. „Þetta er eitthvað sem er að gerast víðar en á Íslandi. Það sem við erum að gera hér er að við erum að stíga fyrstu grunnskrefin í því að snúa þessari þróun við, vil ég meina, vegna þess að hluti af því að innleiða þessa skólaþjónustu er að innleiða þrepaskiptan stuðning í skóla og aukna geðheilbrigðisnálgun í skólakerfinu,“ segir hann. Hingað til hafi þau skort tæki til að bregðast við í málaflokk sem er fjölbreyttur og síbreytilegur. „Við höfum ekki haft stofnun og löggjöf sem að hefur það hlutverk að aðstoða skólakerfið við sínar áskoranir en líka við það að þróast í takt við breytt samfélag. Þannig að þessi þjóðfundur hér er bara grundvallarhlekkur í þessu ferðalagi sem er að smíða þessa löggjöf,“ segir Ásmundur Einar. Þá þurfi málin að vera í stöðugri endurskoðun samhliða þróuninni í framtíðinni. „Daginn sem við hættum að spá í því hvort að við þurfum að breyta hlutum í þessu kerfi, þá erum við að byrja hnignum. Þannig að grunnurinn að öllu er lagður í menntakerfinu og þeim kerfum sem þjónusta börn á Íslandi og við þurfum alltaf að vera að taka þau til endurskoðunar,“ segir hann. Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Mikið samráð hefur átt sér stað frá því að tilkynnt var um nýja heildstæða löggjöf í skólamálum og undirbúningur í fullum gangi. Niðurstöður samráðs við nokkur hundruð hagsmunaraðila aðila á undanförnum mánuðum voru meðal annars ræddar á fundinum. „Það hefur verið mikill samhljómur, heyrum við, hjá mjög ólíkum hópum hagsmunaaðila varðandi heildarsýnina. Hvernig fólk sér fyrir sér hvað skólaþjónustan þurfi að gera og svo framvegis. En það eru töluvert mikið af úrlausnarefnum eftir,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viðbúið er að ákveðnir þættir, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum, muni taka langan tíma að framkvæma þar sem mikil uppbygging þarf að eiga sér stað auk þess sem styrkja þurfi innviði. Verið sé að leita að lausnum til lengri og skemmri tíma. „Það er svona verið að raða á flokka, skilgreina og skipuleggja, og það er bara mjög margt sem að við erum enn með algjörlega opið,“ segir Sigrún. Löggjöf til lengri tíma en landsteymi komið á fót strax Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þau vinna að því að setja upp þjónustukerfi fyrir skólakerfið í heild sinni, hvort sem það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, svo þau geti tekist á við fjölbreyttar og breytilegar áskoranir sem að blasa við. „Við höfum ekki haft farveginn, við höfum ekki haft stofnun sem hefur það hlutverk að þjónusta þegar slíkt kemur upp, og við höfum ekki samtalskerfið um það hvernig við ætlum að tryggja flæði á milli skólastiga, hvernig við ætlum að tryggja það að lítil og stór sveitarfélög geti tryggt slíka þjónustu og svo framvegis,“ segir Ásmundur Einar. Hann gerir ráð fyrir að ný skólalöggjöf og breytingar samhliða henni fari fyrir þingið næsta vetur en tíma mun taka að innleiða þær breytingar. Þá er frumvarp í samráðsgátt um nýja þjónustustofnun, sem ráðherrann telur munu leggja grunninn að breyttu skólakerfi og tekur að hluta við Menntamálastofnun, og verður það líklega lagt fyrir þingið í vor. „Samhliða þessu erum við líka að tilkynna það hér í dag að við ætlum að setja upp sérstaka landssveit eða landsteymi sem er ætlað að grípa inn í þyngri mál strax inni í skólakerfinu. Það fer í gang á næstu viku, tíu dögum, þannig að þó við séum að vinna í stóru myndinni til lengri tíma þá ætlum við að grípa inn í núna og aðstoða við áskoranir dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar. Undanfarið virðist til að mynda ofbeldi meðal barna hafa aukist og margir nemendur glímt við slæma andlega heilsu. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að skólayfirvöld stígi fast þar inn og eru þau að bregðast við því ákalli. „Þetta er eitthvað sem er að gerast víðar en á Íslandi. Það sem við erum að gera hér er að við erum að stíga fyrstu grunnskrefin í því að snúa þessari þróun við, vil ég meina, vegna þess að hluti af því að innleiða þessa skólaþjónustu er að innleiða þrepaskiptan stuðning í skóla og aukna geðheilbrigðisnálgun í skólakerfinu,“ segir hann. Hingað til hafi þau skort tæki til að bregðast við í málaflokk sem er fjölbreyttur og síbreytilegur. „Við höfum ekki haft stofnun og löggjöf sem að hefur það hlutverk að aðstoða skólakerfið við sínar áskoranir en líka við það að þróast í takt við breytt samfélag. Þannig að þessi þjóðfundur hér er bara grundvallarhlekkur í þessu ferðalagi sem er að smíða þessa löggjöf,“ segir Ásmundur Einar. Þá þurfi málin að vera í stöðugri endurskoðun samhliða þróuninni í framtíðinni. „Daginn sem við hættum að spá í því hvort að við þurfum að breyta hlutum í þessu kerfi, þá erum við að byrja hnignum. Þannig að grunnurinn að öllu er lagður í menntakerfinu og þeim kerfum sem þjónusta börn á Íslandi og við þurfum alltaf að vera að taka þau til endurskoðunar,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05 Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18. október 2022 13:05
Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. 25. október 2022 08:00
Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01
Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16. október 2022 19:38