Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. mars 2023 14:30 Mimi Delongpre and Danny Lee á DragCon LA sem er stærsta dragsýning í heimi. Ronen Tivony/Getty Images Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a> Bandaríkin Menning Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Menning Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira