Eldflaugin er af gerðinni Terran 1, og kallast GLHF eða „Good Luck, Have Fun“. Hún bar engan farm í geimskotinu, enda var um tilraunaskot að ræða. Henni var skotið á loft frá Flórída í nótt.
Eldflaugin er talin vera stærsti málmhlutur sem hefur verið þrívíddarprentaður en hún er rúmlega 33 metra há. eldflaugin brennir einnig metan, sem er ekki hefðbundið.
Um 85 prósent allrar eldflaugarinnar er þrívíddarprentaður en markmið starfsmanna Relativity Space er að eldflaugar framtíðarinnar verði 95 prósent þrívíddarprentaðar og alfarið endurnýtanlegar.
Áhugasamir geta séð geimskotið í spilaranum hér að neðan.
Samkvæmt SpaceFlightNow kviknaði ekki almennilega á efra stigi eldflaugarinnar og komst hún þess vegna ekki á braut um jörðu. Hún náði þó út í geim í skamman tíma, áður en hún féll aftur til jarðar.
Markmið forsvarsmanna Relativity Space er meðal annars að gera Terran 1 að ódýrum kosti fyrir uppsetningu gervihnattaþyrpinga. Eldflaugarnar eiga að geta borið 1.250 kíló á sporbraut í allt að 185 kílómetra hæð.
The upper stage engine on Relativity Space's Terran 1 rocket appeared to sputter shortly after ignition on tonight's test flight
— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) March 23, 2023
The company confirmed an anomaly with the upper stage, and the Terran 1 will not reach orbit on its first-ever launchhttps://t.co/5SAWJ1O3G3 pic.twitter.com/SJiMpYQmOZ
Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig eldflaugin er prentuð.