Undanfarin tvö ár hefur Kristján starfað sem íþróttastjóri Guif. Hann hættir þar um miðjan maí vegna fjárhagsástæðna.
„Þú hefur þrjú ár til að koma fjárhagnum í lag og þess vegna grípum við til þessara ráðstafana,“ sagði Mats Bengtsson, framkvæmdastjóri Guif, við P4 Sörmland.
Kristján spilaði með Guif á árunum 1999-2004 og þjálfaði liðið svo á árunum 2007-16. Hann var svo þjálfari sænska landsliðsins 2016-20.
Kristján hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands. Í viðtali í Handkastinu kvaðst hann hafa áhuga á starfinu.
„Já, ég held að ég deili því nú með mörgum þjálfurum og mörgum sérfræðingum heima á Íslandi. Er það ekki?“ sagði Kristján.
Hann lék um tíma með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Faðir hans, Andrés Kristjánsson, lék einnig með landsliðinu.