Witherspoon greindi sjálf frá því á samfélagsmiðlum að þau hafi sameiginlega tekið ákvörðunina. Þau giftust árið 2011 og eiga tíu ára gamlan son saman, Tennessee.
„Að vandlega hugsuðu máli höfum við ákveðið að taka þessa erfiðu ákvörðun. Við eigum frábærar minningar og enn ríkir mikil ást og virðing okkar á milli. Við biðjum ykkur um að sýna nærgætni og gefa okkur smá frið. Við þurfum fyrst og fremst að vernda son okkar og fjölskylduna í heild, skilnaður er alltaf erfiður.“
Heimildarmenn TMZ greina frá því að ákvörðun, nú bráðlega fyrrverandi, hjónanna hafi verið tekin í mestu vinsemd.