Fékk sendan notaðan klósettpappír frá aðdáanda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:13 Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk heldur óhefðbundna sendingu frá aðdáanda nú á dögunum. Getty/Jeff Kravitz Það er vitað mál að stjörnurnar fá send bréf og varning af ýmsu tagi frá aðdáendum sínum. Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk þó heldur óhefðbundna sendingu á dögunum þegar henni barst notaður klósettpappír frá aðdáanda. Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum. Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira
Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum.
Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira