Jafnar byrðar – ekki undanþágur Bogi Nils Bogason skrifar 31. mars 2023 08:31 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun