Viðtölin fjögur má heyra neðst í fréttinni en hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í Bestu deild karla.
Fyrsta umferð í Bestu deild karla er í dag pic.twitter.com/TSizJfsJ5e
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 10, 2023
„Væntingarnar til HK liðsins eru miklar. Þetta lítur vel út, vörnin er klár, markvarslan er klár en við þurfum kannski senter. Menn eru mjög bjartsýnir í efri byggðum Kópavogs. Svo eigum við eftir að bæta við 2-3 eða kannski 4 leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður.
„Mínar væntingar til Keflavíkur liðsins í sumar eru nokkuð skýrar; Halda þeirri stöðu sem við erum komnir í, eða þar sem við enduðum í fyrra. Helst að fara upp fyrir það, ef það er möguleiki. Gæti orðið strembið,“ sagði Kristinn Guðbrandsson.
„Mínar væntingar til Fylkis eru að við höldum okkur upp. Það er eitthvað í mér sem segir mér að ekkert lið muni vinna okkur tvisvar,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti með meiru.
„Væntingarnar eru topp sex. Okkur var spáð 12. sæti af öllum fjölmiðlum í fyrra og spáð 9. sæti af öllum fjölmiðlum þetta sumar þannig að ég reiknaði bara upp,“ sagði Valtýr Björn Valtýsson, fjölmiðlamaður.